Síða 1 af 1

Prenta út myndir

Sent: Sun Jún 14, 2020 9:56 pm
af Ragnhildur
Sæl öll,

Nú veit ég til þess að sumir eru duglegir við að prenta út myndirnar sínar. Eruð þið að gera þetta bara heima eða eruð þið að láta gera þetta fyrir ykkur? Ef þið gerið þetta annarsstaðar en heima, hvert farið þið þá og hvaða pappír eruð þið helst að nota?

Ég hlakka til að heyra frá ykkur reynsluboltunum um þetta.

Re: Prenta út myndir

Sent: Mán Jún 15, 2020 10:27 am
af Daðey
Þessu hef ég líka verið að velta fyrir mér :)

Re: Prenta út myndir

Sent: Mán Jún 15, 2020 6:07 pm
af ÓlafurMH
Ég prenta mínar myndir heima á PermaJet pappír frá Beco

Re: Prenta út myndir

Sent: Mán Jún 15, 2020 7:33 pm
af Daðey
ÓlafurMH skrifaði:
Mán Jún 15, 2020 6:07 pm
Ég prenta mínar myndir heima á PermaJet pappír frá Beco
Hvaða prentara notar þú og hvernig er blekkostnaðurinn í hann? Finnst svo oft nánast ódýrara að kaupa nýjan prentara en bara blekkð :roll:

Re: Prenta út myndir

Sent: Mán Jún 15, 2020 10:51 pm
af Ragnhildur
ÓlafurMH skrifaði:
Mán Jún 15, 2020 6:07 pm
Ég prenta mínar myndir heima á PermaJet pappír frá Beco
Þínar myndir koma mjög vel út og flottur pappír. Hvaða prentara ertu með Ólafur? Kannski maður fari að skoða svoleiðis til að reyna að koma eitthverju af þessu sem maður er að gera upp á vegg hjá sér :)

Re: Prenta út myndir

Sent: Þri Jún 16, 2020 10:09 am
af kiddi
Það er svakalega dýrt að prenta sjálfur ef maður gerir það sjaldan því blekhausar stíflast við litla notkun og þeir eyða bleki til að hreinsa sjálfa sig, þannig að fyrir þann sem prentar 3svar á ári þá getur það kostað heilt sett af blekhylkjum fyrir 20-25þús kr. Að því sögðu, ef þið eruð dugleg að prenta, þá endast þeir alveg slatta og kostnaðurinn minnkar per prentun. Sjálfur hef ég notast við Canon og Epson prentara upp í A3+ stærðir, ég myndi kaupa mér Canon í dag því mér skilst þeir séu betri í að halda hausunum hreinum. Ég hef prentað mjög fínar A4 myndir úr hræódýrum 10-15þús kr. prenturum, en ég held að ef maður vill flýja þessa miklu rýrnun á bleki þá þarf maður að fá sér fullorðins prentara, þessa sem eru nær 100.000 kr verðinu. Ég reyni að forðast sjálfur pappír sem er mjög glossy, helst vil ég fara í pappír með áferð eins og t.d. "pearl" sem eru semi-mattir. High-gloss pappír lúkkar svaka vel fyrir byrjendur en þeir þola enga sterka ljósgjafa í umhverfinu því þeir endurspegla ljósinu svo mikið. Gott að kaupa pappír hjá Beco eða t.d. Ilford hjá Ljósmyndavörum, nokkuð praktískur þar. Mín tvö sent :)

Bottom line, það er ódýrara að láta prenta fyrir sig annarsstaðar, ef þú ætlar að prenta sjaldan, sjaldnar en 2x í mánuði t.d. Ef þú ætlar að prenta oftar, þá skaltu kaupa prentara sjálf.

Re: Prenta út myndir

Sent: Fim Des 24, 2020 1:45 pm
af Anna_Soffia
Ég prenta svo sjaldan út myndir - nema e.t.v. jólakortin - svo að ég læt gera það fyrir mig. Hef bæði farið ði Prentmet og Pixla og verið mjög ánægð

Re: Prenta út myndir

Sent: Fim Des 24, 2020 2:34 pm
af Ragnhildur
Ég endaði á að kaupa mér Canon image graph pro 300 prentara of PemaJet pappír frá Beco. Þrjár gerðir af pappír til að prófa heita (ef ég man rétt) semi-gloss, pearl og portrait.
Þetta er svaka gaman og ég stefni einmitt að því að vera dugleg að prenta og fylla húsið af myndum og jafnvel gefa öðrum sem vilja 😉