Að smíða vefsíðu

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jún 05, 2020 9:11 pm



Ég þarf að smíða mér vef en ég vil komst frá því á sem einfaldastan máta. Þetta á að vera svona dæmigerð síða fyrir ljósmyndara. Ég byrjaði á Squarespace síðu en ég er alltaf að reka mig á hitt og þetta sem mér finnst mjög leiðinlegt og þá bara nenni ég ekki að halda áfram. Ég er nánast kominn þangað að ég ætli að ráða einhvern í verkið.

Hvað mælið þið með að maður geri? Vil taka fram að ég er vel tölvulæs og bjarga mér alveg í HTML og CSS en ég vil ekki þurfa þess :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Jún 05, 2020 9:58 pm

Adobe Portfolio er eins einfalt og þægilegt og hugsast getur en ekki mikið customization í boði, ég er sjálfur með mína síðu í gegnum Adobe Portfolio sem fylgir frítt með Creative Cloud áskriftinni minni. Síðan mín er http://www.augnablik.is. Adobe Portfolio hentar sérstaklega vel fyrir ljósmyndara.

Annars hefði ég mælt með Squarespace, hef smíðað margar síður fyrir smærri fyrirtæki þar en það er svipað uppá tening þar og hjá Adobe að það er allt frekar skorðað af.

Svo er auðvitað Wordpress sem er í raun öflugasta tólið í dag og með mikla customization möguleika en það getur kallað á mikla vinnu, það er hægt að hýsa sjálfur og lítið mál að kaupa Wordpress hýsingu hjá þriðja aðila, www.fokusfelag.is er keyrð á Wordpress sem ég setti upp sjálfur hjá hýsingaraðilanum okkar 1984.is.

Að lokum er wix.com eitthvað sem er stöðugt að sækja í sig veðrið en ég hef aldrei prófað það.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Jún 06, 2020 7:47 am

Já ég held að Wix sé komið fram úr Squarespace, sérstaklega með CSS injections og add ons. Mig langar alveg að prufa meira sveigjanlegra WP en eins og ég segi, ég vil eyða litlum tíma í að smíða þetta og meiri tíma í að taka myndir fyrir content :)

Ætla að skoða Portfolio, er með fulla CC áskrift.
Svara