Þakkir frá sýninganefndinni

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jún 05, 2020 10:32 am

Kæru félagar

Í gær opnaði sýningin Fólk í Fókus í Borgarbókasafninu í Spönginni í Grafarvogi. Okkur telst til að við opnunina hafi verið um 100 manns og var sýningarstjóri bókasafnsins á sama máli. Það má því segja að mætingin hafi verið með eindæmum góð. Á sýningunni eru 64 myndir eftir 29 félaga og voru þær jafn fjölbreyttar og þær voru margar. Það var mjög gaman að sjá hvernig fólk notaði sína styrkleika til að nálgast sama viðfangsefnið. Það er greinilegt að í Fókus eru góðir ljósmyndarar og gaman var að sjá hvernig hver hefur sinn stíl. Flott sýning þar sem allir sem brenna fyrir ljósmyndun, ættu að geta fundið myndir sem til þeirra höfða.

Þó mikil vinna hafi verið lögð í þetta verkefni og metnaður nefndarinnar til að leyra það vel úr hendi mikill, koma auðvitað upp einhver atriði sem betur máttu fara. Mér var bent á 3 innsláttarvillur í nöfnum sýnenda, í sýningarskrá og á miðum við myndirnar. Í einu tilfelli rataði innsláttarvillan á báða staði, svona getur copy/paste verið hættulegt stundum :) Við biðjumst velvirðingar á þessu og verða merkingar á sýningunni lagfærðar við fyrsta tækifæri og komi til þess að sýningarskráin verði prentuð aftur verður það leiðrétt útgáfa.

Þegar svona verkefni fer af stað er eðlilegt og jákvætt að sem flestir hafa skoðun á hvernig er best að útfæra svona sýningu. Við hlustuðum á alla sem komu að máli við okkur með tillögur og vangaveltur en okkur varð það snemma ljóst að í 100 manna félagi er ekki hægt að geðjast öllum. Við þurftum því að taka stjórnina og taka ákvarðanir sem ekki varð breytt. Eins og gefur að skilja voru ekki allir ánægðir með sumar ákvarðanir á meðan öðrum þóttu þær góðar. Það er nú bara þannig í svona félagsskap að stundum þurfa réttmætar og góðar skoðanir að lúta lægra haldi fyrir öðrum. Þegar kemur að sýningum félagsins er það auðvitað markmið og skylda sýninganefndarinnar að tryggja að sem flestir fái að njóta sín. Félagsmenn eiga að geta sett á sýningu þær myndir sem þeim þykja bestar þó þemu sýninganna henti ekki öll árin. Með það að leiðarljósi förum við inn í næsta ár og endurhugsum hlutina svo sýningarnar okkar verði sem fjölbreyttastar og þemu sýninganna laði til sín félagsmenn sem tóku t.d. ekki þátt í ár. Ég hef einnig látið mér detta í hug að þó einungis sé ein hefðbundin sýning á ári hverju, er full ástæða til að kanna hvort ekki sé hægt að nýta nútíma tækni til að halda vandaðar og flottar sýningar í hinum stafræna heimi. Pæling...

Annars gekk þetta bara nokkuð vel og verð ég persónulega að þakka þeim fyrir sem lögðu hönd á plóg. Fyrst vil ég nefna þær Kaju og Brynju sem unnu ómetanlegt starf í nefndinni og má með sanni segja að liðsheildin og ósérhlífni hafi skilað þeim árangri og niðurstöðu sem úr varð. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa með þeim í þessari vegferð.

Ég vil einnig þakka Ólafi Håkanssyni fyrir sína aðkomu að myndarýni nefndarinnar. Það var frábært innlegg í val mynda og tillögur um lagfæringar.

Síðast en ekki síst vil ég þakka sérstaklega öllum þeim, sem gáfu tíma sinn í frágang sýningarinnar. Síðustu dagana var mikið verk eftir í uppröðun og frágang mynda í salnum, sem er meira verk en maður ímyndar sér. Þá mætti galvaskur hópur og bauð fram aðstoð sína og án þeirra hefðum við ekki getað opnað á réttum tíma. Þið eruð öll yndisleg, þið vitið hver þið eruð :)

F.h. sýninganefndar
Gunnar Freyr
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Jún 05, 2020 12:50 pm

Vel skrifað, og takk kærlega fyrir okkur - mér finnst allt hafa verið til háborinnar fyrirmyndar, þó það sé auðvitað synd að innsláttarvillurnar sluppu í gegn. Ég hef sjálfur unnið við sjónvarp og kvikmyndagerð í 23 ár og á mínum ferli hef ég sennilega búið til á annað þúsund þakkarlista sem rúlla upp í lok þátta og kvikmynda, og það er alveg sama hversu oft maður les yfir og hversu margir koma að því villuleita þá sleppa alltaf einhverjar villur í gegn, það er bara partur af lífinu.
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Fös Jún 05, 2020 10:56 pm

Góður pistill, frábær frammistaða hjá ykkur í sýningarnefnd og ótrúlega skemmtilegur viðburður þar sem félagar og aðrir fjölmenntu og gerðu þessa opnun ógleymanlega. Síðan er ekki hægt að láta hjá líða að nefna sérstaklega þá sem tóku þátt, takk fyrir ykkar framlag.
Skjámynd
Þorkell
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 98
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Jún 06, 2020 1:32 pm

Mér finnst ég ekki vera þátttakandi í sýningunni þar em nafnið mitt er hvergi að finna í efni um sýninguna.

Þessi innsláttarvilla er algenasta leiðin sem ég hef séð til að skrifa nafnið mitt vitlaust. Vitandi af því þá sendi ég tölvupóst þar sem tekið var fram hvernig ætti að skrifa nafn mitt. En nei, samt gerðist þetta.
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Sun Jún 07, 2020 11:53 am

Sæll Þorkell.

Það er leiðinlegt ef þér finnst þú ekki vera hluti af sýningunni með okkur hinum. Ég upplifði opnuna þannig að fólk væri yfir það heila mjög ánægt með að þetta hafi tekist þó þetta vel. Varðandi innsláttarvilluna í nafninu þínu, er það hið leiðinlegasta mál og biðst ég, enn og aftir, afsökunar á að hafa slegið á S í stað A á lyklaborðinu. Þegar tugum klukkustunda yfir marga mánuði, er eytt við lyklaborðið má kannski búast við einhverjum mistökum. Þessi vinna er öll unnin í sjálfboðavinnu fyrir þig og aðra félaga, samhliða fullri vinnu og námi, og leggjum við mikinn metnað í okkur vinnu. Þegar tíminn er orðinn naumur er nær dregur sýningu, og við búum ekki við þann lúxus að hafa prófarkalesara, getur það því miður þýtt að innsláttarvillur læðist inn einhversstaðar. Auðvitað eru minni líkur á að slíkt gerist ef fleiri taka þátt í starfi nefndarinnar og því legg ég til, svo færri villur eigi sér stað í næstu sýningu, að þú gangir til liðs við nefndina. Ég vil hér með, bjóða þér formlega að undirbúa næstu sýningu með okkur og hlakka ég til að starfa mér þér, sért þú reiðubúinn til þess. Þetta er mjög mikil vinna en mjög gefandi að geta unnið fyrir félaga okkar og gert Fókus hærra undir höfði.

Saman getum við mögulega gert þetta 100% og býð ég þig hjartanlega velkominn.

Kveðja
Gunnar Freyr

P.s. Við getum sett upp nafnið þitt aftur þegar víð erum búin að útvega nýjan vasa á vegginn.
Skjámynd
adakjon
Póstar: 9
Skráði sig: Mán Des 02, 2019 1:34 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður

Sun Jún 07, 2020 1:14 pm

Takk fyrir vel unnin störf
Svara