Uppsetningin á sýningnunni

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Maí 30, 2020 10:56 pm

Sæl verið þið. Eins og þið vitið kannski opnar sýningin okkar á fimmtudaginn næstkomandi. Það er enn ýmislegt smotterí ógert en aðallega snýr það að því að setja upp myndirnar í salnum sjálfum. Nú erum við búin að skera og ramma inn allar myndirnar en það þarf að koma þeim öllum úr Hafnarfirði í Grafarvoginn og svo setja allt upp í samvinnu við sýningarstjóra Borgarbókasafnsins. Nú er bókasafnið opið frá 10-19 og höfum við þriðjudag og miðvikudag til að koma öllu á sinn stað. Það vill svo leiðinlega til að ég get ekkert losað mig frá vinnu þessa daga og gæti aldrei verið kominn fyrr en um kl 18 svo það verður hreinlega einhverjir vaskir félagar að stíga upp og vinna þetta með okkur því við erum nú ekki mörg í sýningarnefndinni sjálfri :)

Sendið mér skilaboð hér inni eða á syning@fokusfelag.is ef þið getið eitthvað komið og aðstoðað í bókasafninu á þriðjudag og miðvikudag. Nánara skipulag fæðist þegar nær dregur :)

Sýningarnefndin
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Maí 31, 2020 10:52 am

Ég væri búinn að bjóða mig fram strax ef það væri ekki erfið vika hjá mér líka, þú leyfir okkur að fylgjast með hvernig það gengur að manna þetta, hafa einhverjir boðist til að hjálpa?
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Sun Maí 31, 2020 4:35 pm

Já eitthvað af fólki búið að bjóða sig fram sem er frábært en gott væri að finna einhverja sem eru ekki í vinnu þessa daga svo hægt sé að dunda við þetta yfir daginn en ekki bara milli 17-19
Ég er búinn að vera mikið frá vinnu undanfarið og verkefnin hrannast upp svo það er ekki í boði að ég taki neitt frí þvi miður
Hallfríður
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 42
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 9:38 am

Sun Maí 31, 2020 10:28 pm

Sæl, var að lesa þetta. Get staðið alla vaktina á morgun, mánudag, ef þess gerist þörf. Heimasími 557 2524, gemsi 615 4676
B.kv.
Svara