Að verðleggja sig....

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Maí 30, 2020 10:45 pm

Er einhver hér sem getur gefið mér ráðleggingar í því hvernig á að verðleggja sig fyrir verkefni? Ég er mögulega að fara að taka myndir af 6-12 stöðum, með og án módela, knappur tími, fáir dagar og dálítil ferðalög. Viðkomandi aðili vill fá fullan birtingarétt á myndunum án tímatakmarkana.

Ég þarf að gera tilboð í verkið en fjöldi staða er enn óákveðinn. Það þarf því líklega að vera grunn tímavinna, akstur og svo sala á hverri mynd eða þannig hafði ég ímyndað mér það (án þess að vita það). Hvað segið þið, einhver hér með þetta allt á hreinu og getur aðstoðað?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Maí 30, 2020 11:36 pm

Þetta er brjálæðislega flókin spurning, þú gætir spurt 10 atvinnuljósmyndara og þú fengir 10 gjörólík svör. Flestir myndu segja að þeir myndu aldrei afhenda myndir með fullum birtingarétti án tímatakmarkana, en persónulega hugsa ég alltaf þannig að þar sem þú ert fenginn til að gera ákveðinn hlut eftir ákveðinni forskrift, að þá er sjálfsagt að verkkaupinn fái að eiga verkið að vinnunni lokinni, það er óvinsæl skoðun samt meðal atvinnuljósmyndara sem ég þekki. Svo þarftu að komast að því hvers virði tíminn þinn er, og hvað þú telur þig vilja eiga inni afgangs eftir að grunnlaunaþörf hefur verið mætt. Myndirðu nenna þessu fyrir 50þ. kall? 100þ. kall? 150þ. kall? Það þarf að finna þennan ljúfa blett sem hittir á milli þess að vera þín lægstu mörk og efri mörkin sem myndu setja bros á vör. Stærstu mistök sem nokkur ljósmyndari gerir er að selja sig of ódýrt því það er vonlaust að vinna sig upp úr þeim verðflokki gagnvart sama viðskiptavini. Gangi þér vel :D
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Maí 30, 2020 11:57 pm

Já þetta er ógeðslega flókið. Viðkomandi aðili hefur frekar lágt budget skilst mér (veit ekki hvert það er samt) og fær líklega ekki atvinnuljósmyndara sem getur tekið þetta með svo skömmum fyrirvara og á "undirverði". Ég er ekki atvinnuljósmyndari og því get ég varla verðlagt mig sem slíkur en ég er samt ekki einhver unglingur sem metur tíma sinn ekki mikils. Ég þarf örugglega að keyra í klukkustund hvora leið, gera þetta nokkrum sinnum, skjóta í kannski 4 tíma í hvert skipti (mikið um location skipti) drösla með mér ljósum, stöndum diffusers og aðstoðarmanneskju. Ég þarf svo líklega að skila af mér 12-36 myndum í heildina fyrir svona ímyndarherferð. Þetta verður örugglega þó nokkrir tímar í post.

Ótrúlega spennandi verkefni og ómetanleg reynsla í pokann en ég ætla ekki að vinna svona lagað bara fyrir reynsluna :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Maí 30, 2020 11:59 pm

Gunnar_Freyr skrifaði:
Lau Maí 30, 2020 11:57 pm
Ótrúlega spennandi verkefni og ómetanleg reynsla í pokann en ég ætla ekki að vinna svona lagað bara fyrir reynsluna :)
Já hiklaust er þetta skemmtilegt og krefjandi :) En þú værir að gera ljósmyndagreininni í heild sinni mikinn óleik með því að gera þetta of ódýrt. Þess vegna er ágætis byrjunarpunktur að hugsa "Hvað er það minnsta sem ég gæti sætt mig við" og hækka það svo aðeins, kannski 25% :)
Skjámynd
FilippusJó
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 63
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
Staðsetning: Reykjavík

Sun Maí 31, 2020 11:07 pm

Hvað kostar útseld vinna Iðnaðarmanns? Olíuskipti á bíl kostar með síu 21-22 þúsund krónur. Einhverntíman rukkaði iðnaðarmaður 76 kr fyrir ekin km.
Svara