Aðstoð með fókusstillingar Canon eos 5dm3

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Lau Maí 16, 2020 8:42 pm

Ég er að vesenast með alveg ofsalega (að mér finnst) þröngan fokuspunkt og þyrfti að fá upplýsingar um hvar ég get breytt þessu. Hér er mynd - hún er annarsvegar óunnin (bara exportuð í jpg) og hinsvegar croppuð og aðeins unnin. Þetta er nú ekki stórt dýr, þannig séð - en ég átti alveg erfitt með að ná bara andliti í fókus.

Það væri æði að fá t.d. bara slóð á youtube video sem gæti kennt mér - en ég veit ekki alveg hverju ég ætti að slá inn til að leita.
9U6A9342-2.jpg
9U6A9342.jpg
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Sun Maí 17, 2020 10:41 am

Sæl DAS
Skemmtilegar myndirnar þínar.
Vandamálið snýst ekki um fokus í sjálfu sér heldur dof eða deapth of field. Er ekki viss um íslenska nafnið - getur verið dýptarskerpa. Þetta er klassiskt vandamál í macro ljósmyndun þar sem linsan er nálægt viðfangsefninu.

Þess stærra ljósop sem þú notar þess minna dof hefur þú að vinna með. T.d. f 2.8 gefur mun minna dof en f 8 er linsan/vélin er nálæg myndefni. Dof stækkar eftir því sem þú ferð fjær myndefninu með linsu/vél.

Í macro ljósmyndun leysa menn þetta með "focus stacking" - þe taka runu af myndum þar sem fokuspunktur er fluttur og raða þeim síðan saman í Photoshop.
Hér eru slóðir á myndbönd og greinar sem útskýra þetta vel:


https://www.lightstalking.com/dof/
https://www.lightstalking.com/focus-sta ... photoshop/
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mán Maí 18, 2020 11:39 am

Takk kærlega fyrir þetta, skýrir margt :) Datt svosem bara óvart í að mynda þessa pöddu og lítið kynnt mér macro.
Svara