Podcast um ljósmyndun

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Apr 17, 2020 9:20 pm

Hæ hæ

Á morgun mun ég ásamt Óla Jóns, Fókusfélaga, taka upp podcast þar sem umræðuefnið er ljósmyndun. Við ætlum að gera þetta reglulega, byrjuðum á að taka upp "pilot" fyrir samkomubannið og heppnaðist það bara vel. Hugmyndin er sú að þegar þetta er komið almennilega af stað, verði endrum og sinnum gestur í þáttunum, kannski einhver sem hefur sérhæft sig í einhverju eða getur frætt okkur um eitthvað skemmtilegt. Við munum taka fyrir einhver topic, ræða þau til hlítar en mest megnis er þetta bara skemmtilegt spjall fyrir alla sem hafa áhuga á ljósmyndun. Við ætlum að taka upp þátt á morgun í stúdíóinu hand Óla. Ef einhvern langar að koma og spjalla við okkur um ljósmyndatengt efni, eitthvað sem þið hafið sérstakan áhuga á, í ca. klukkustund þá er bara um að gera að svara kallinu hér :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Apr 17, 2020 10:58 pm

Þetta er hrikalega spennandi :) Er þessi pilot þáttur aðgengilegur einhversstaðar? Hvar mun maður svo geta hlustað?
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Apr 17, 2020 11:09 pm

kiddi skrifaði:
Fös Apr 17, 2020 10:58 pm
Þetta er hrikalega spennandi :) Er þessi pilot þáttur aðgengilegur einhversstaðar? Hvar mun maður svo geta hlustað?
Pilotinn er enn offline. Við höfum ekki gefið okkur tíma í að finna hvar er best að hafa þetta. Mér þykir ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti verði hlekkur hér á fokusfelag.is ;)

Við setjum bara þennan og pilotinn inn í einu. Ég var með svaka whiskey rödd, sárlasinn haha
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Apr 18, 2020 10:26 am

Það er hægt að fá Podcasting viðbætur í Wordpress vefumsjónakerfið víst :)

Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Lau Apr 18, 2020 11:30 am

Þetta er frábært framtak hjá ykkur, takk fyrir. Það verður gaman að fylgjast með þessu þróast.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Apr 18, 2020 12:41 pm

kiddi skrifaði:
Lau Apr 18, 2020 10:26 am
Það er hægt að fá Podcasting viðbætur í Wordpress vefumsjónakerfið víst :)

Ég er líka að setja upo síðu og mógulega verður hægt að nálgast þetta þar. Tekur smá tíma, ég er ekkii góður vefhönnuður
Svara