Model release á Íslandi

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Sun Apr 12, 2020 12:59 pm



Hafið þið einhverja hugmynd um hvort reglur um "model release" sé eins í öllum löndum? Er t.d. til lagalegt skjal sem ber að nota hér á landi til að fá leyfi frá manneskju sem var mynduð, til að birta myndina, og er það skjal þá nægilegt til að birta myndina í miðlum í öðrum löndum. Það er ekki erfitt að finna svona form sem eru lagalega bindandi í USA en ég á erfitt með að átta mig á hvort það sé nóg hér líka. Hvern ætti maður að spyrja að svona?
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Mán Apr 13, 2020 7:52 pm

Þetta er akkúrat eitthvað sem ég hef spáð í en ekki enn fengið svar við 🤔
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Þri Apr 14, 2020 10:54 am

Hæ, átti spjall við sérfróðan höfundarréttarlögfræðing um þetta, rétt að taka fram að það var bara stutt spjall og skoðast sem slíkt.

Fyrst er að segja að reglur um höfundarrétt er gjörólíkar hér og í USA þannig nýting á þeirra nálgun nýtist ekki hérlendis.

Hér er þetta almennt þannig að ef þú ferð t.d. til ljósmyndara og greiðir honum fyrir að taka myndir af þér þá á hann höfundarréttinn af þeim myndum. Á sama tíma má hann ekki nota þær í sína þágu nema með þínu leyfi.
Hinsvegar ef þú tekur myndir af fólki á almannafæri mátt þú nota þær eins og þú vilt í þína þágu. Auðvitað innan allra eðlilegra marka.

Síðan má fara með þessa umræðu að höfundarréttarvörðum hlutum eins og t.d. Sólfarinu eða álíka þá máttu ekki taka mynd af Sólfarinu og nýta það í þína þágu. Hér eru sjálfsagt einhver mörk eins og að smella af til að hafa í fjölskyldualbúminu er mögulega í lagi en almenna reglan er þessi og þá sérstaklega ef nota á myndina í hagnaðarskyni.

Kv,
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Þri Apr 14, 2020 12:57 pm

Það sem ég er að leitast eftir er að ef ég tek myndir af einhverjum og ætla síðan að selja viðkomandi mynd til t.d. erlends tímarits eða bara setja á shutterstock, þarf ég að hafa model release þar sem þessir aðilar kaupa ekki myndir nema það sé víst að módelið hafi gefið samþykki fyrir nákvæmlega þessari notkun. Kannski hefur módelið bara gefið samþykki fyrir að myndirnar verði notaðar í greinum en ekki í auglýsingum... Þetta er frumskógur en algjört lykilatriði ef maður ætlar að koma myndum í verð eða nota þær t.d. í auglýsingaskyni. Sumar myndir má maður birta í gallery á heimasíðu en fari þær á síðu þar sem maður gefur upp einhvers konar verð á einhverri þjónustu, má ekki nota myndina nema viðfangsefnið hafi gefið leyfi fyrir því. Það sama gildir um ef þú tekur myndir af einhverjum inni á kaffihúsi, og það módel gefur leyfi fyrir að myndin sé notuð í auglýsingaskyni, verður maður strangt til tekið að fá sams konar skriflegt leyfi frá eiganda kaffihússins. Þetta eru reglurnar úti í bæði Ameríku og Evrópu. Ég er þess vegna að reyna að átta mig á hvort skriflegur samningur um birtingu mynda í atvinnuskyni, sem gerður er hér, gild, óháð því í hvaða landi myndirnar eru svo seldar.

Það eru hundruðir greina um þetta á netinu auðvitað. Minni spurningu um hvernig þetta virkar á milli landa er aldrei svarað.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Apr 14, 2020 2:06 pm

Tveir atvinnuljósmyndarar sem ég þekki notast við app sem kallast Easy Release fyrir IOS, en mig grunar að þú sért Android maður?



Svo eru þeir að sækja bara eitthvað sem þeir finna á netinu. Snýst þetta ekki aðallega um að sá sem er að kaupa ljósmyndina sé að baktryggja sig gagnvart bakreikningum og vilja eiga undirskrift módelsins einhversstaðar sem staðfestir notkunarrétt kaupandans?
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 115
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Þri Apr 14, 2020 7:44 pm

500px eru með eyðublað á vefnum hjá sér, bæði propperty og person
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Mið Apr 15, 2020 4:18 pm

kiddi skrifaði:
Þri Apr 14, 2020 2:06 pm
Tveir atvinnuljósmyndarar sem ég þekki notast við app sem kallast Easy Release fyrir IOS, en mig grunar að þú sért Android maður?



Svo eru þeir að sækja bara eitthvað sem þeir finna á netinu. Snýst þetta ekki aðallega um að sá sem er að kaupa ljósmyndina sé að baktryggja sig gagnvart bakreikningum og vilja eiga undirskrift módelsins einhversstaðar sem staðfestir notkunarrétt kaupandans?
Ég hef notað ýmis öpp og eru þau misjöfn en það eru nokkur bara fín. Ætla bara að láta á þetta reyna, er með nokkur release í gegnum svona öpp og ætla ég að selja myndir af þeim manneskjum. Þá er bara að sjá hvort það renni ekki allt saman í gegn bara :)
Svara