Fókus Í ÞRIÐJA SINN í beinni á Facebook þriðjudaginn 12. maí kl 20.00

Allt á milli himins og jarðar
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Apr 09, 2020 11:51 pm

UPPFÆRT: Sjá neðar á þessum þræði! Verðum aftur í beinni útsendingu 12. maí kl 20.00.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Við ætlum að vera í beinni útsendingu á Facebook næsta þriðjudag, 14. apríl kl 20.00, til að halda fundunum okkar gangandi á meðan samkomubann er í gildi. Hugmyndin er að ég fái til mín góðan gest (í 2 metra fjarlægð) og við rýnum í innsendar myndir frá ykkur í Fókus - og mögulega tökum við smá eftirvinnslusnúning á einhverjum myndum ef þess er óskað. Draumurinn er að þið, áhorfendur takið virkan þátt með því að spjalla við okkur í gegnum Facebook útsendinguna og við reynum að svara spurningum eða fylgja hugmyndum ykkar eftir í myndvinnslunni. Aðal markmiðið er að hafa gaman af og binda hópinn saman í sameiginlegu samtali. Fyrsti gesturinn í þessari prufuútsendingu verður Guðjón Ottó Bjarnason og ef vel gengur þá endurtökum við leikinn fljótlega og jafnvel fáum við aðra til að taka okkar stöður sem stjórnandi og gestur útsendingarinnar til að hafa þetta fjölbreytt og líflegt.

Við óskum hér með eftir innsendingum í myndarýnina, myndir má senda á myndir@fokusfelag.is og þeir sem vilja fá okkar myndvinnsluhugmyndir mega endilega láta fylgja RAW skrárnar af myndunum líka. Ef skjölin eru stór er best að senda þau með www.wetransfer.com sem er ókeypis og aðgengileg póstsendingaþjónusta fyrir stór skjöl.
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Fös Apr 10, 2020 12:04 pm

Frábært! Hlakka til að hlusta á ykkur.
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 115
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Sun Apr 12, 2020 1:46 am

Þetta er spennandi
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Apr 14, 2020 5:29 pm

Minnum á útsendinguna í kvöld kl 20.00 á Facebook, hér er slóðin fyrir þá sem ekki rata þangað:

https://www.facebook.com/groups/fokusfelag/
Skjámynd
Geir
Póstar: 70
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 8:18 pm

Þri Apr 14, 2020 10:07 pm

Nú er þessum fyrsta fókusfundi á netinu í beinni útsendingu lokið. Frábær fundur og eiga þeir hrós skilið sem sáu um hann.
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Þri Apr 14, 2020 11:17 pm

Að lokinni þessari frumraun þá er ekki annað hægt en að vera hæstánægður með útkomuna og forréttindi að hafa þessa menn í hópnum okkar í Fókus. Frábært innlegg í starfið á erfiðum tímum í samfélaginu. Ég fékk að sitja á hliðarlínunni hjá þeim og fylgjast með þeim skila þessari flottu og áhugaverðu myndarýni og hugmyndum að vinnslu. Eins er ástæð til að þakka öllum sem fylgdust með og tóku þátt. Þátttakan í fundinum/streyminu var allan tímann á bilinu 40 til 50 manns og comment 251. Kærar þakkir fyrir ykkar frábæra framlag Kiddi og Ottó.

Kær kveðja,
Arngrímur
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Apr 21, 2020 10:48 pm

Við ætlum að endurtaka leikinn næsta þriðjudag, 28. apríl kl 20.00 !

Við ætlum að setja ykkur verkefni og það er að mynda eitthvað þar sem GULUR litur eða GRÆNN litur spilar aðalhlutverkið - hver veit nema ykkur takist að ná verðlaunamynd í leiðinni fyrir keppnina sem verður að þessu sinni styrkt af Fotoval með fjölda lítilla vinninga en skilafrestur í aprílkeppnina verður 8. maí og má myndin vera tekin fram að þeim degi.

Vinsamlega sendið myndir á myndir@fokusfelag.is og ef þið viljið fá okkar úrvinnslu á myndunum væri gott að fá RAW skrárnar líka, en WeTransfer.com er besta leiðin til að koma stórum skrám áleiðis með tölvupósti. Myndir fyrir sjálfa keppnina skulu hinsvegar skilast á keppni@fokusfelag.is

Við erum ekki alveg búin að ákveða fyrirkomulagið á næsta streymiskvöldi, en svona fyrir forvitnissakir, hverja mynduð ÞIÐ helst vilja sjá fyrir framan tölvuskjáinn og myndavélina, næsta þriðjudag?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Apr 27, 2020 12:39 am

Minni á að senda inn myndir í myndrýnina, helst í gulu/grænu þema og fyrir kl 16.00 á þriðjudag svo ég hafi tíma til að undirbúa fyrir útsendinguna það sama kvöld. Myndir sem koma eftir kl 16 á þriðjudag munu líklega ekki nást í myndrýnina það kvöldið. Myndrýnar kvöldsins verða Ólafur Magnús Håkansson og Ellert Guðjónsson og ég verð músarbendillinn þeirra.

Myndir fyrir myndrýni með þemanu GULT/GRÆNT mega berast á: myndir@fokusfelag.is

Fyrir mánaðarkeppnina með þemanu VOR á: keppni@fokusfelag.is

http://www.wetransfer.com er frábær leið til að senda stór skjöl með tölvupósti.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Maí 06, 2020 12:46 pm

Þriðjudaginn 12. maí kl 20.00 munum við streyma í þriðja sinn hér á Facebook. Arngrímur Blöndahl formaður mun hefja streymið og fara yfir stöðu mála í félaginu og myndrýnar kvöldsins verða Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir og gestarýnir Bernhard Kristinn atvinnuljósmyndari. Ég er jafnvel að spá í að láta Benna sitja við stjórnborðið og sjá um myndvinnsluna ef hann fæst til þess. Þemað er PORTRAIT, en það er í lagi að senda inn öðruvísi myndir líka ef þið engar portrait myndir til að bera á borð. Myndir skal senda á myndir@fokusfelag.is og best að nota WeTransfer.com fyrir stórar sendingar. Það væri æðislegt að fá RAW skrár líka ásamt ykkar vinnslu.

Að auki vil ég minna á keppnina, en þemað þar er VOR og skilafrestur rennur út á miðnætti föstudaginn 8. maí. Myndir skal senda á keppni@fokusfelag.is. Þrenn verðlaun verða í boði Fotoval. Ég ítreka að það verður einnig verðlaunakeppni í maí með öðru þema svo haldið vélunum á lofti og verið dugleg að mynda allt sem fyrir augu ber.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Maí 12, 2020 5:34 pm

Ég minni á streymið í kvöld kl 20.00 á Facebook síðunni okkar. Líklega er þetta síðasta streymið fyrir sumarfrí. Arngrímur formaður byrjar fundinn með nokkrum orðum. Metfjöldi innsendinga eða 88 myndir bárust frá uþb. 20 félögum svo það verður nóg að gera hjá Ragnhildi okkar og honum Bernhard Kristni atvinnuljósmyndara að rýna í þessar myndir. Ekki láta ykkur vanta!
Svara