Filmupáskar

Allt á milli himins og jarðar
Svara
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mið Apr 08, 2020 5:28 pm

IMG_20200408_170120_Bokeh-01.jpeg
Myndavélin í páskafríið tilbúin, búið að setja filmu í, rifja upp hvernig hún virkar og þrífa.

Planið er að mynda innanhússreisuna með þessari ca. 45 ára gömlu vél, ásamt því að prófa hana í stúdíóinu.

Er einhver í svona filmupælingum sem vill deila reynslu og þekkingu. Eða bara segja sögur?
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Mið Apr 08, 2020 7:53 pm

Skemmtilegt - fyrir mér er þetta að teygja sig vel út fyrir þægindarammann. Á glettilega góða Pentax vél sem safnar ryki. Það verða digitalpáskar hér, vélin fær ekki frí - verður notuð í nærumhverfinu. Framkallar þú sjálfur ?
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mán Apr 13, 2020 1:15 pm

Já, þetta hefur svo sannarlega verið langt út fyrir rammann. Vélin virkar þannig að hægt er að stilla ljósopið, en hún finnur hraðann sjálf. Svo lætur hún bara vita hvort myndin verði yfirlýst eða undirlýst, en ég veit aldrei hvort hún er að skjóta á 1/500 eða 1/30. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort myndirnar eru hreyfðar eða ekki.

Ég kann ekki að framkalla, en nú þegar fyrsta filman er búin þarf ég að fara í það að finna framköllun. Er einhver með góð ráð og meðmæli í þeim bransa? Hvar er best að framkalla?
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Mán Apr 13, 2020 1:45 pm

Það er hópur áhugafólks um filmuljósmyndun á Fb https://www.facebook.com/groups/521019534684802/
Vinkona mín er í þessu, framkallar sjálf svarthvítt - sendir litfilmur út. Ljósmyndavörur taka að sér framköllun og skönnun - skilst að fólk sé ánægt með þeirra vinnu. Ekki sömu gæðin hjá Pixlar eða Hans Pedersen er mér sagt. Hef eðli málsins vegna ekki reynt það sjálft.
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Mán Apr 13, 2020 8:04 pm

tryggvimar skrifaði:
Mán Apr 13, 2020 1:15 pm
Er einhver með góð ráð og meðmæli í þeim bransa? Hvar er best að framkalla?
Ég hef svolítið mikið verið að taka á filmu. Bæði 35mm og medium format. Nú er Canon AE-1, Konica T4 og Pentax 645 í uppáhaldi hjá mér. Ég hef verið að senda filmurnar út í framköllun til Canadian film lab en mögulega eru þeir ekki að taka við fleiri kúnnum. Getur tékkað á því.
Einnig hef ég gaman af Lomography sem notast við svokallaðar "toy cameras" á borð við Holga og Diana. Það er mjög skemmtilegt líka.
Svo er gaman að pæla í filmum en ég nota Portra 400 mikið. Eins og er er ég meira fyrir litfilmur en B&W. Svo er alltaf gaman að prófa að nota útrunnar filmur til að fá smá tilbreytingu í í litina.
Ef þú vilt spyrja eitthvað er þér velkomið að hafa samband. Kannski get ég eitthvað aðstoðað 🙂
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Þri Apr 14, 2020 11:16 am

Takk fyrir þetta Ragnhildur. Ég prófaði núna 125 ASA Ilford filmu og 400 ASA Kodak TMax filmur í þessari atrennu. Það sem ég er aðallega að velta fyrir mér núna er hvort að það sé mikill munur á framkölluninni. Ég veit varla eftir hverju ég á að horfa þegar ég skoða þetta. Hvað er góð framköllun? Er það kannski viðkvæmara í litfilmum en svarthvítum?
Svara