Síða 1 af 1

Youtube afþreying :)

Sent: Þri Mar 17, 2020 12:39 am
af tryggvimar
Góða kvöldið

Engir fókusfundir, samkomubann, veirur og vesen! Þannig að mér datt í hug að prófa að gera svona vlog um stutta ljósmyndaferð sem ég fór um daginn. Ég hef horft á skrilljón svona myndbönd á youtube og þið sjáið örugglega eitthvað sem þið hafið séð áður í uppbyggingunni.

Mér datt þetta reyndar ekki í hug fyrr en ferðin var langt komin og hafði aldrei búið svona til vlog áður, tók þetta upp á símann minn og var ekki með neinar græjur í hljóðið. En nú langar mig að prófa að deila þessu með ykkur og vona að það gleðji einhver ykkar á þessum leiðindatímum:



Annars horfi ég helst á Thomas Heaton af svona vloggurum, og fylgist líka með fstoppers og Gavin Hoey á youtube. Hvað eruð þið helst að horfa á þar, svona ef maður skyldi nú lenda í sóttkví eða einangrun?

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Þri Mar 17, 2020 10:04 am
af kiddi
Þetta er skemmtilegt, mátt alveg gera meira af þessu :) Gaman að fá íslenskt efni, maður tengir betur við eitthvað sem maður þekkir.

Það eru komnir æðislegir þættir um ljósmyndun á Youtube sem eru ókeypis, sem ég mæli með fyrir alla:
https://www.youtube.com/channel/UCPGVcU ... pQcMsoo1Ww

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Þri Mar 17, 2020 11:15 am
af tryggvimar
Takk, Kiddi. Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.

Í námi í vefmiðlun í fyrra setti ég upp þennan vef hér: https://myndataka.net/ og þar var eitt verkefnið að búa til fræðslumyndband sem er aðgengilegt undir Myndbönd. Svaka greenscreen æfingar, en var virkilega gaman að búa til.

Þarna eru líka 2 podcast þættir sem voru líka verkefnavinna í náminu, mæli alveg með því að hlusta á hana Bettinu, það var ljómandi áhugvert að spjalla við hana. Það er reyndar á ensku en áhugaverð saga.

Þessir nýju þættir lofa góðu!

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Þri Mar 17, 2020 1:04 pm
af Hallfríður
Takk kærlega fyrir sýnt, ég naut þess reglulega að fylgjast með þér á Hellisheiðinni.

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Þri Mar 17, 2020 6:57 pm
af Ottó
tryggvimar skrifaði:
Þri Mar 17, 2020 12:39 am
Góða kvöldið

Engir fókusfundir, samkomubann, veirur og vesen! Þannig að mér datt í hug að prófa að gera svona vlog um stutta ljósmyndaferð sem ég fór um daginn. Ég hef horft á skrilljón svona myndbönd á youtube og þið sjáið örugglega eitthvað sem þið hafið séð áður í uppbyggingunni.

Mér datt þetta reyndar ekki í hug fyrr en ferðin var langt komin og hafði aldrei búið svona til vlog áður, tók þetta upp á símann minn og var ekki með neinar græjur í hljóðið. En nú langar mig að prófa að deila þessu með ykkur og vona að það gleðji einhver ykkar á þessum leiðindatímum:



Annars horfi ég helst á Thomas Heaton af svona vloggurum, og fylgist líka með fstoppers og Gavin Hoey á youtube. Hvað eruð þið helst að horfa á þar, svona ef maður skyldi nú lenda í sóttkví eða einangrun?
Virkilega gaman að þessu og takk fyrir að deila þessu með okkur.

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Mið Mar 18, 2020 11:01 pm
af Elin Laxdal
Mjög skemmtilegt og vel gert, takk fyrir að deila.

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Mið Sep 09, 2020 10:52 pm
af tryggvimar
Jæja. Ég varð eirðarlaus á laugardaginn og langaði út að mynda. Hafði lítinn tíma en varð bara að fá smá útrás. Hrærði af því tilefni í stutt myndband og langar að deila því með ykkur.



Þetta er náttúrlega svolítið í svona vlog stíl, en það væri alveg gaman að heyra frá ykkur hverju ég gæti helst bætt við. Ég þyrfti náttúrlega að fá mér betri vél til að taka upp vídeóin og betri hljóðnema, en þið takið vonandi viljann fyrir verkið :)

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Fim Sep 10, 2020 2:29 pm
af Arngrímur
Flott framtak og takk fyrir að deila þessum videoum með okkur. Mjög gaman að sjá þessa pælingu hjá þér og ekki síður afraksturinn.

Re: Youtube afþreying :)

Sent: Þri Sep 15, 2020 4:18 pm
af Ragnhildur
Mér finnst þetta bara mjög flott og vel gert. Smá hljóð í vindinum en mér sýnist þú alveg vita af því.

Skemmtilegt videó. Ég myndi alveg horfa á fleiri frá þér :)