Kvöldfundur með Chris þriðjudaginn 18. febrúar

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Feb 15, 2020 6:35 pm

chris_lund2.jpg
chris_lund2.jpg (122.28 KiB) Skoðað 749 sinnum
Nú á þriðjudaginn 18. febrúar kemur Christopher Lund ljósmyndari í heimsókn og kynnir fyrir okkur nýju bókina sína „Iceland – Contrasts In Nature“ og verður hann með eintök af bókinni meðferðis ef áhugasamir vilja kaupa, bókin kostar 5.000 kr. og verður eingöngu hægt að greiða með reiðufé eða millifærslu.

Við ætlum að breyta aðeins út af laginu í þetta sinn og hafa fundinn opinn fyrir almennum gestum svo nú er tækifæri til að bjóða áhugasömum vinum og vandamönnum að koma með og upplifa hefðbundinn Fókusfund.

Mæting er kl 20.00 í Kelduskóla Korpu, gengið inn á vinstri hlið hússins og er fundi lokið kl 22.00.
Svara