[KEPPNI#001] Janúar 2020

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Læst
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Jan 01, 2020 2:18 pm

LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - JANÚAR 2020

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

Helstu atriði:
  • Ljósmynd skal vera tekin í janúar árið 2020.
  • Keppni lýkur á miðnætti föstudaginn 31. janúar.
  • Kosning hefst hér á þessum þræði mánudaginn 3. febrúar.
  • Kosningu lýkur kl 18.00 föstudaginn 7. febrúar og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
  • Sigurvegari keppninnar fær heiðurinn að því að eiga Fókusmynd Mánaðarins sem verður birt á forsíðu vefsins okkar ásamt því að sigurmyndin verður í bakgrunni hér á spjallinu fram að næstu keppni.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd, myndir án titla verða ekki með í keppninni.
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 1600 pixlar á breiddina.

Tilgangur keppninnar er að bæði að hvetja keppendur til þess að reyna sitt besta og til þess að nota myndavélarnar á öllum tímum ársins. Þessi fyrsta keppni er á tilraunastigi og vill stjórnandi minna á að þetta er vinna unnin í sjálfboðavinnu svo endilega reynum að taka þessu með opnum hug og reynum að hafa gaman af. Ef vel gengur, þá er aldrei að vita nema við munum skipuleggja fleiri keppnir, t.d. þemakeppnir sem snúa að sérstökum þemum og jafnvel munum við fá styrktaraðila til að fjármagna alvöru verðlaun. Planið er að halda mánaðarkeppni í hverjum einasta mánuði og mögulega væri gaman í lok árs að láta myndir mánaðarins keppa sín á milli, svo endilega gerum okkar besta. Skipuleggjandi keppninnar er ég sjálfur, Kristján U. Kristjánsson. Ef þið hafið spurningar þá endilega svarið þessum þræði hér, en ég minni á að innsendingar í keppnina verða að berast á netfangið keppni@fokusfelag.is og alls ekki senda myndirnar með því að birta þær hér á spjallinu. Kosning fer fram nafnlaust til að gæta algjörrar óhlutdrægni og því er mikilvægt að vatnsmerkja ekki myndirnar með höfundanafni. Ef ykkur er illa við að senda frá ykkur ómerktar myndir þá er engin skylda að taka þátt í keppninni.

Gangi ykkur vel!
Skjámynd
Ottó
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 213
Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 6:30 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:

Mið Jan 01, 2020 3:26 pm

Þetta verður stuð.
Skjámynd
Geir
Póstar: 70
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 8:18 pm

Mið Jan 01, 2020 4:52 pm

Ottó skrifaði:
Mið Jan 01, 2020 3:26 pm
Þetta verður stuð.

Heldur betur :)
BrynjaJ
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 8
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 6:54 pm

Fös Jan 03, 2020 9:38 pm

Gott framtak.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Jan 23, 2020 1:54 pm

Nú er vika þar til skilafrestur rennur út í þessari fyrstu keppni á þessum áratugi. Ég veit að veðrið hefur ekki beint verið hliðhollt okkur núna í janúar en það vill oft vera þannig að við gerum okkar bestu verk þegar mest reynir á :) Um að gera að nota þetta sem afsökun til að skella sér í kuldakallann og setja plastpoka utan um myndavélina og fara út að mynda.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Jan 30, 2020 8:47 pm

Rétt rúmur sólarhringur í skilafrest :) Endilega takið þátt í keppninni, alltaf gaman að vera með.
Læst