[KEPPNI] Jólin 2020 - Fyrir félagsmenn eingöngu

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 270
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Des 10, 2020 2:13 pm

fokus_jolakeppni.jpg
fokus_jolakeppni.jpg (84.93 KiB) Skoðað 1309 sinnum
Sigurvegari keppninnar hlýtur í verðlaun Canon SELPHY SQUARE QX 10 ljósmyndaprentara í boði Origo / Canon á Íslandi að verðmæti 28.900 kr
6AEE6573-88E2-413C-9301-5947E30B2871_1_big.png
6AEE6573-88E2-413C-9301-5947E30B2871_1_big.png (108.57 KiB) Skoðað 1309 sinnum

LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - JÓLAKEPPNI 1. desember - 3. janúar 2021

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

ÞEMA:JÓLIN 2020

Helstu atriði:
  • Hægt verður að senda inn mynd í keppnina til miðnættis sunnudaginn 3. janúar 2021
  • Kosning hefst mánudagskvöld 4. janúar
  • Kosningu lýkur kl 00.00 föstudaginn 8. janúar og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Þessi tiltekna keppni er einungis opin félagsmönnum Fókus. Ekki félagi? Skráðu þig hér.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né opinberlega annarsstaðar, t.d. Facebook & Instagram
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Gangi ykkur vel!
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 270
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Des 28, 2020 12:13 am

Við höfum ákveðið að framlengja skilafrest í jólakeppninni til 3. janúar 2021. Minnum á í leiðinni að þessi keppni er eingöngu fyrir félagsmenn Fókus.
Svara