[KEPPNI] Hrekkjavaka 2020

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Okt 20, 2020 3:38 pm

hrekkjavaka_header.jpg
hrekkjavaka_header.jpg (59.56 KiB) Skoðað 8225 sinnum
Frá og með þriðjudeginum 20. október og til mánudagsins 2. nóvember ætlum við í samstarfi við Beco að blása til Hrekkjavökuljósmyndakeppni! Þemað getur verið margvíslegt, til dæmis grasker, skuggalegir skuggar, hræðilegir búningar, kirkjugarðar og allt annað skuggalegt og drungalegt sem hægt væri að tengja við Hrekkjavökuna. Hrekkjavakan sjálf er laugardaginn 31. október en ljósmyndina má taka hvenær sem er milli dagsins í dag, 20. október til og með mánudagsins 2. nóvember. Myndum þarf að skila fyrir miðnætti á mánudeginum 2. nóvember og mun kosning opna á þriðjudagskvöldinu þann 3. nóvember.

Sigurvegari keppninnar hlýtur í verðlaun Lowepro Slingshot Edge 250 AW í boði Beco ljósmyndavöruverslunar að verðmæti 17.290 kr ÁSAMT myndflöguhreinsunar að verðmæti 8.000 kr.

Sömuleiðis ætlar Beco að bjóða öllum vinum Fókus á Facebook upp á 20% afslátt af öllum Hahnel afsmellurum, snúrutengdum, þráðlausum og timelapse-kit einnig frá Hahnel. Eina sem þú þarft að gera er að segjast vera í Facebook-grúppu Fókus.


LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - HREKKJAVÖKUKEPPNI 20. október - 2. nóvember

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

ÞEMA:HREKKJAVAKAN 2020

Helstu atriði:
  • Hægt verður að senda inn mynd í keppnina til miðnættis mánudaginn 2. nóvember
  • Kosning hefst þriðjudagskvöld 3. nóvember
  • Kosningu lýkur kl 21.00 föstudaginn 6. nóvember og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né opinberlega annarsstaðar, t.d. Facebook & Instagram
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Gangi ykkur vel!
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Sun Nóv 01, 2020 10:45 pm

Jæja, ein spurning. Eru reglur um myndvinnslu og Photoshop vinnslu? Það er mjög auðvelt að tapa sér í alls kyns nýjum himnum og dútli, en ég geri ráð fyrir að það sé ekki heimilt?

Kveðja
Tryggvi Már
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Nóv 02, 2020 9:34 am

tryggvimar skrifaði:
Sun Nóv 01, 2020 10:45 pm
Jæja, ein spurning. Eru reglur um myndvinnslu og Photoshop vinnslu? Það er mjög auðvelt að tapa sér í alls kyns nýjum himnum og dútli, en ég geri ráð fyrir að það sé ekki heimilt?
Nei engar reglur, það eiga ekki að vera reglur í ljósmyndun, punktur :)

Þegar ljosmyndakeppni.is var og hét þá var óþolandi pjúritanismi í keppnisreglum, það mátti eiginlega ekkert gera nema croppa og stilla liti, allt annað var talið ólöglegt og að mínu mati gerði það illt verra og olli mörgum illdeilum þegar sigurmyndir voru dæmdar úr keppni fyrir fáránlegustu hluti, oftast var fólk að gera einhverja breytingu óvart og var ekki viljandi að reyna að brjóta reglur. Frekar myndi ég sleppa því að halda keppnir heldur en að standa í því að rýna í myndir og leita að myndvinnslu sem var ekki leyfð, þetta á að vera skemmtilegt. Svo þess fyrir utan, þá hefur myndvinnsla tíðkast alla tíð frá upphafi ljósmyndunar, það voru ótrúlegustu brellur notaðar við framköllun og stækkun til þess að eiga við myndir.
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mán Nóv 02, 2020 10:07 am

Jess!
Svara