Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:
ÞEMA:NÆTURMYND
Helstu atriði:
- Ljósmynd skal vera tekin milli kl. 20:00-06:00 að nóttu til, 6. október og aðfaranótt 7. október
- Hægt verður að senda inn mynd í keppnina til kl 18.00 miðvikudaginn 7. október
- Kosning hefst miðvikudagskvöld 7. október
- Kosningu lýkur kl 18.00 fimmtudaginn 8. október og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
- Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
- Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
- Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né opinberlega annarsstaðar, t.d. Facebook & Instagram
- Ljósmynd skal senda með tölvupósti á netfangið keppni@fokusfelag.is.
- Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd
- Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
- Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
- Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.