[KEPPNI#005] Maí 2020 „Hreyfing“

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Læst
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 270
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Maí 10, 2020 5:55 pm

LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - MAÍ 2020

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

ÞEMA: HREYFING
Þemað að þessu sinni var ákvarðað af styrktaraðila keppninnar sem er Origo / Canon á Íslandi. Hreyfing getur átt sér margar táknmyndir, t.d. íþróttir, rennandi vatn, bíll á ferð, börn að leik, listinn er ansi stór en samt svo skemmtilegur.

Helstu atriði:
 • Ljósmynd skal vera tekin á tímabilinu 1. maí til 31. maí árið 2020.
 • Hægt verður að senda inn myndir í keppnina til föstudagsins 5. júní
 • Kosning hefst mánudaginn 8. júní.
 • Kosningu lýkur kl 18.00 föstudaginn 12. júní og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
 • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
 • Athugið, við ætlum að breyta aðeins út af laginu núna og leyfa stjórn Fókus að taka þátt í keppninni. Keppnisstjóri (undirritaður) er sá eini sem kemur að framkvæmd keppninnar og því mun hann sjálfur ekki taka þátt.
Innsending mynda:
 • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
 • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
 • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd
 • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
 • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
 • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Gangi ykkur vel!
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 270
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Maí 24, 2020 11:57 pm

Nú er vika í skil :) Þemað er HREYFING og vil nota tækifærið til að minna á að stjórn Fókus fær að taka þátt í þetta skiptið svo þið megið taka hanskana af ;-) Alveg róleg samt, undirritaður keppnisstjórinn tekur auðvitað ekki þátt.
Skjámynd
Þórir
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 44
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:07 pm

Fös Maí 29, 2020 10:10 pm

kiddi skrifaði:
Sun Maí 24, 2020 11:57 pm
Nú er vika í skil :) Þemað er HREYFING og vil nota tækifærið til að minna á að stjórn Fókus fær að taka þátt í þetta skiptið svo þið megið taka hanskana af ;-) Alveg róleg samt, undirritaður keppnisstjórinn tekur auðvitað ekki þátt.
Er ekki skilafrestur til 5 júní?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 270
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Maí 29, 2020 10:25 pm

Jú þú mátt senda inn myndina til 5. júní en hún þarf að hafa verið tekin í maí mánuði :) Ég breytti út af laginu síðast þar sem ég var alltof seinn að kynna keppnina vegna ástandsins (tók langan tíma að fá staðfest verðlaun)
Læst