Síða 1 af 1

[KEPPNI#003] Mars 2020 „Ekki landslag“

Sent: Mán Mar 16, 2020 12:04 am
af kiddi
LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - MARS 2020

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

ÞEMA: EKKI LANDSLAG
Nú þurfa margir að fara út fyrir þægindarammann, því nú mega landslagsmyndir ekki taka þátt - ekki nema það sé umhverfisportrett en það þarf að vera alveg skýrt að aðalviðfangsefni myndarinnar sé ekki landslagið sjálft.

Helstu atriði:
  • Ljósmynd skal vera tekin í mars árið 2020.
  • Keppnistímabili lýkur á miðnætti þriðjudaginn 31. mars.
  • Hægt verður að senda inn myndir í keppnina til 7. apríl
  • Kosning hefst miðvikudaginn 8. apríl.
  • Kosningu lýkur kl 18.00 mánudaginn 13. apríl og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Afhending verðlauna fer fram á Fókusfundi þriðjudaginn 14. apríl kl 20.00 með fyrirvara vegna veiruástands.
  • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
  • Sigurvegari keppninnar hlýtur Lowepro Pro Messenger 180AW axlartösku, í boði Beco - ljósmyndavörur og þjónusta., og annað sætið hlýtur gjafabréf fyrir myndavélahreinsun.
  • Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í keppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd, myndir án titla verða ekki með í keppninni.
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Í þessari þriðju keppni ætla Beco að styrkja okkur með TVENNUM verðlaunum. Sigurvegarinn hlýtur Lowepro Pro Messenger 180AW vandaða og sérlega flotta axlartösku og annað sætið hlýtur gjafabréf í myndavélahreinsun hjá Beco. Við þökkum Beco kærlega fyrir stuðninginn.
lowepro1.jpeg
lowepro1.jpeg (18.3 KiB) Skoðað 3086 sinnum
lowepro2.jpeg
lowepro2.jpeg (23.55 KiB) Skoðað 3086 sinnum





Gangi ykkur vel!

Re: [KEPPNI#003] Ljósmyndakeppni Fókus - Mars 2020 - Þema: Ekki landslag

Sent: Fim Mar 19, 2020 12:40 pm
af Elin Laxdal
Þakka þér fyrir Kiddi, góð hugmynd. Bara ein spurning: Hver er munurinn á umhverfisportretti og landslagsmynd ?

Re: [KEPPNI#003] Ljósmyndakeppni Fókus - Mars 2020 - Þema: Ekki landslag

Sent: Fim Mar 19, 2020 12:45 pm
af kiddi
Elin Laxdal skrifaði:
Fim Mar 19, 2020 12:40 pm
Þakka þér fyrir Kiddi, góð hugmynd. Bara ein spurning: Hver er munurinn á umhverfisportretti og landslagsmynd ?
Ég myndi halda að í umhverfisportretti þá er manneskja eða eitthvert mannvirki að spila aðalhlutverkið og landslagið er einfaldlega bakgrunnur eða leikari í aukahlutverki :)

Re: [KEPPNI#003] Ljósmyndakeppni Fókus - Mars 2020 - Þema: Ekki landslag

Sent: Fös Mar 20, 2020 11:50 pm
af Ágúst
Hér má sjá skilgreiningu Wikipedia á umhverfisportretti: https://en.wikipedia.org/wiki/Environmental_portrait

Re: [KEPPNI#003] Ljósmyndakeppni Fókus - Mars 2020 - Þema: Ekki landslag

Sent: Sun Mar 29, 2020 10:03 am
af kiddi
Ég veit það er smá lægð yfir Fókusfélaginu okkar þessa dagana vegna ástandsins en keppnirnar okkar munu halda áfram og í þessari keppni eru tvenn verðlaun í boði Beco. Þemað er EKKI LANDSLAG sem er ansi víðtækt en samt krefjandi þema fyrir mörgum, og þið hafið fram á þriðjudaginn 31. mars til að ná verðlaunamyndinni :) Þið hafið svo uþb. viku til að vinna hana og koma henni í pósthólfið hjá keppnisstjórninni okkar, keppni@fokusfelag.is

Re: [KEPPNI#003] Ljósmyndakeppni Fókus - Mars 2020 - Þema: Ekki landslag

Sent: Mið Apr 01, 2020 10:39 pm
af kiddi
Ég vona að þið hafið náð einhverju bitastæðu í marsmánuði og séuð byrjuð að vinna myndirnar, opið fyrir innsendingu í keppnina til 7. apríl :)