[KEPPNI#003] Mars 2020 „Ekki landslag“

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Læst
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Mar 16, 2020 12:04 am

LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - MARS 2020

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

ÞEMA: EKKI LANDSLAG
Nú þurfa margir að fara út fyrir þægindarammann, því nú mega landslagsmyndir ekki taka þátt - ekki nema það sé umhverfisportrett en það þarf að vera alveg skýrt að aðalviðfangsefni myndarinnar sé ekki landslagið sjálft.

Helstu atriði:
  • Ljósmynd skal vera tekin í mars árið 2020.
  • Keppnistímabili lýkur á miðnætti þriðjudaginn 31. mars.
  • Hægt verður að senda inn myndir í keppnina til 7. apríl
  • Kosning hefst miðvikudaginn 8. apríl.
  • Kosningu lýkur kl 18.00 mánudaginn 13. apríl og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Afhending verðlauna fer fram á Fókusfundi þriðjudaginn 14. apríl kl 20.00 með fyrirvara vegna veiruástands.
  • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
  • Sigurvegari keppninnar hlýtur Lowepro Pro Messenger 180AW axlartösku, í boði Beco - ljósmyndavörur og þjónusta., og annað sætið hlýtur gjafabréf fyrir myndavélahreinsun.
  • Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í keppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd, myndir án titla verða ekki með í keppninni.
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Í þessari þriðju keppni ætla Beco að styrkja okkur með TVENNUM verðlaunum. Sigurvegarinn hlýtur Lowepro Pro Messenger 180AW vandaða og sérlega flotta axlartösku og annað sætið hlýtur gjafabréf í myndavélahreinsun hjá Beco. Við þökkum Beco kærlega fyrir stuðninginn.
lowepro1.jpeg
lowepro1.jpeg (18.3 KiB) Skoðað 3025 sinnum
lowepro2.jpeg
lowepro2.jpeg (23.55 KiB) Skoðað 3025 sinnum





Gangi ykkur vel!
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Fim Mar 19, 2020 12:40 pm

Þakka þér fyrir Kiddi, góð hugmynd. Bara ein spurning: Hver er munurinn á umhverfisportretti og landslagsmynd ?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Mar 19, 2020 12:45 pm

Elin Laxdal skrifaði:
Fim Mar 19, 2020 12:40 pm
Þakka þér fyrir Kiddi, góð hugmynd. Bara ein spurning: Hver er munurinn á umhverfisportretti og landslagsmynd ?
Ég myndi halda að í umhverfisportretti þá er manneskja eða eitthvert mannvirki að spila aðalhlutverkið og landslagið er einfaldlega bakgrunnur eða leikari í aukahlutverki :)
Ágúst
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 7
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 11:39 am

Fös Mar 20, 2020 11:50 pm

Hér má sjá skilgreiningu Wikipedia á umhverfisportretti: https://en.wikipedia.org/wiki/Environmental_portrait
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Mar 29, 2020 10:03 am

Ég veit það er smá lægð yfir Fókusfélaginu okkar þessa dagana vegna ástandsins en keppnirnar okkar munu halda áfram og í þessari keppni eru tvenn verðlaun í boði Beco. Þemað er EKKI LANDSLAG sem er ansi víðtækt en samt krefjandi þema fyrir mörgum, og þið hafið fram á þriðjudaginn 31. mars til að ná verðlaunamyndinni :) Þið hafið svo uþb. viku til að vinna hana og koma henni í pósthólfið hjá keppnisstjórninni okkar, keppni@fokusfelag.is
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Apr 01, 2020 10:39 pm

Ég vona að þið hafið náð einhverju bitastæðu í marsmánuði og séuð byrjuð að vinna myndirnar, opið fyrir innsendingu í keppnina til 7. apríl :)
Læst