[KEPPNI#002] Febrúar 2020

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Læst
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Feb 02, 2020 10:24 pm

LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - FEBRÚAR 2020

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

Helstu atriði:
  • Ljósmynd skal vera tekin í febrúar árið 2020.
  • Keppnistímabili lýkur á miðnætti laugardaginn 29. febrúar.
  • Hægt verður að senda inn myndir í Febrúarkeppnina til 7. mars
  • Kosning hefst sunnudaginn 8. mars.
  • Kosningu lýkur kl 18.00 sunnudaginn 15. mars og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Afhending verðlauna fer fram á Fókusfundi þriðjudaginn 17. mars kl 20.00. Sigurvegari er velkominn á fundinn þó hann sé ekki félagsmaður.
  • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
  • Sigurvegari keppninnar hlýtur Canon SELPHY CP1300 10x15cm ljósmyndaprentara í verðlaun, í boði Origo / Canon á Íslandi. Að auki fær sigurvegari keppninnar fær heiðurinn að því að eiga Fókusmynd Mánaðarins sem verður birt á forsíðu vefsins okkar ásamt því að sigurmyndin verður í bakgrunni hér á spjallinu fram að næstu keppni.
  • Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í Febrúarkeppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd, myndir án titla verða ekki með í keppninni.
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Nú er komið að keppni númer tvö hjá okkur og í þetta sinn ætla vinir okkar hjá ORIGO / CANON Á ÍSLANDI að gefa sigurvegara keppninnar Canon SELPHY CP1300 ljósmyndaprentara að launum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Gangi ykkur vel!
einarbjorn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 17
Skráði sig: Fim Jan 02, 2020 10:35 pm

Mið Feb 05, 2020 7:02 pm

Er ekki rétt að bæta einum degi við skilafrestinn því það er nú hlaupaár, bara svo 29 feb verði ekki útundan.

kv
Einar
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Feb 05, 2020 8:33 pm

Jú auðvitað! Vel tekið eftir :) Ég laga þetta, takk fyrir ábendinguna.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Feb 18, 2020 10:51 pm

Ég var að bæta einni klausu inn í helstu atriði keppninnar:
Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í Febrúarkeppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Feb 26, 2020 2:37 pm

Vil minna á Febrúarkeppnina sem lýkur núna á laugardaginn en opið verður fyrir innsendingar til 7. mars! Þeir sem voru búnir að senda inn mynd mega skipta út ef þeir vilja vegna þessara breytinga. Það eru einnig smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi, eins og ég sagði fyrst þá erum við að læra hvernig við viljum hafa þetta og okkur langar að afhenda verðlaun á Fókusfundum svo dagsetningar munu breytast eftirfarandi:

Keppnistímabili lýkur 29. febrúar
Innsending mynda er opin til 7. mars
Kosning fer fram 8. - 15. mars
Afhending verðlauna fer fram 17. mars á Fókusfundi.

Framvegis verður stefnan sett á að hafa innsendingar fyrir mánaðarkeppni, fyrstu vikuna í mánuðinum á eftir. Næsta vika verður kosningavika og um miðjan mánuðinn verða verðlaun afhent á kvöldfundi Fókus og verða þeir sigurvegarar sem ekki eru Fókusfélagar, velkomnir á þann fund til þess að taka við verðlaunum.

Við vonum að þessar breytingar falli vel í kramið hjá sem flestum :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Mar 06, 2020 5:52 pm

Nú er um sólarhringur í að lokað verði fyrir innsendingar í febrúarkeppnina. Þegar þetta er ritað hafa 13 innsendingar borist í febrúarkeppnina og væri gaman að fá fleiri.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Mar 07, 2020 12:26 pm

Lokadagur í dag!

Við ætlum að taka aðra smá breytingu til prufu núna og það er að birta einungis nöfn höfunda þeirra sem hljóta efstu 5 sætin í keppninni.
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Lau Mar 07, 2020 12:56 pm

kiddi skrifaði:
Þri Feb 18, 2020 10:51 pm
Ég var að bæta einni klausu inn í helstu atriði keppninnar:
Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í Febrúarkeppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
Þið verðið nú samt að fá að vera með einhverntímann... :)
Læst