Portrait myndir

Ítarleg, uppbyggileg og vönduð gagnrýni óskast.
Reglur:
Þetta er svæði er ætlað sem vettvangur fyrir þá sem vilja raunverulega gagnrýni á sínar myndir. „Flott mynd“ er ekki gott dæmi um gagnrýni. Segjum það sem okkur raunverulega finnst, þó á kurteisan og uppbyggilegan máta.
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Jan 04, 2020 9:37 am

Þessi mynd hefur verið að valda mér hugarangri. Mér finnst ýmislegt að henni sjálfum en mér er sagt að það sé bara ég að vera of harður dómari. Þess vegna langaði mig að fá annað álit frá ykkur sem vitið meira um ljósmyndun en kannski fólkið í kringum mig. Vinsamlegast segið mér hvað er ekki að virka í þessari mynd og það má fljóta með ef ykkur finnst eitthvað hafa verið rétt gert.


Ég er ekki að leita að kommentum eins og "Flott mynd" án útskýringa. Slíkt er fyrir aðra þræði :)
_DSC6853.jpg
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Jan 04, 2020 11:28 am

Myndin er of flókin, það vantar fókus. Málið er að þessi karakter er mikill karakter, hann er með mikið krullað hár, skegg, hring í nefinu og hann er ekki að horfa í myndavélina þannig að þetta verður allt flókið fyrir augun að melta, ef hann væri að horfa beint í vél þá væru augun orðin að einhverju fyrir okkar eigin augu að grípa, og þá er allt hitt ekki að keppast jafn mikið um athyglina. Þetta hef ég allavega um myndina að segja :)
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Lau Jan 04, 2020 1:04 pm

kiddi skrifaði:
Lau Jan 04, 2020 11:28 am
Myndin er of flókin, það vantar fókus. Málið er að þessi karakter er mikill karakter, hann er með mikið krullað hár, skegg, hring í nefinu og hann er ekki að horfa í myndavélina þannig að þetta verður allt flókið fyrir augun að melta, ef hann væri að horfa beint í vél þá væru augun orðin að einhverju fyrir okkar eigin augu að grípa, og þá er allt hitt ekki að keppast jafn mikið um athyglina. Þetta hef ég allavega um myndina að segja :)
Takk fyrir þetta. Mjög góðir punktar. Ég er meðvitaður um þetta með augun en það var viljandi gert til að reyna að fanga ákveðið "mood" en það er rétt þegar ég spá í það, myndin er flókin. Ég hef líka gert útgáfu þar sem ég hef eytt bakgrunninum og gert þetta eins og ég hafi hreinlega brennt út bakgrunninn. Spurning hvort það einfaldi myndina nóg.
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Mán Jan 06, 2020 3:04 pm

Mér finnst þetta fín mynd en ég skil fyrri komment. Hann er svo flottur karekter og hefur margt til að gera myndina áhugaverða. Ég velti fyrir mér hvaða "mood" þú varst að reyna að fanga. Ég upplifi svolitla einsemd/depurð eða kannski ró þarna. Spurning hvort það myndi koma betur fram ef ramminn væri ekki eins þröngur í kringum hann. Mér finnst bakgrunnurinn OK en kannski mætti vera meira af honum og þá ekki í fókus. Ef einsemd/depurð eða önnur svipuð tilfinning er "moodið" þá myndi meira "ekkert" í kringum hann undirstrika það frekar.
Þetta er svona það sem mér dettur í hug :)
Svara