Síða 1 af 1

L bracket og þrífótur

Sent: Lau Feb 15, 2020 2:27 pm
af Daðey
Hæhæ
Ég á þetta fína L bracket en get ekki notað það við þrifótinn minn.
Er hægt að kaupa serstakan haus og skipta eða millistykki?

Eða er þetta tilefni til að kaupa sér stöðugri þrífót með þessari festingu nú þegar?
Kv. Daðey

Re: L bracket og þrífótur

Sent: Lau Feb 15, 2020 6:23 pm
af kiddi
Mjög líklega geturðu notað hausinn þinn áfram ef hann styður það að það sé hægt að skipta um toppfestinguna, og það er hægt að velja um óteljandi toppfestingar, hér er t.d. ein ódýr: https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... tible.html

Og hér er dýrari týpa sem ég myndi kaupa mér sjálfur:
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... clamp.html

En svo er hitt, að það er alltaf tilefni til að fjárfesta í alvöru þrífæti :) BECO selja Gitzo sem er ein af flottustu tegundunum og verðin hjá þeim eru betri en þau sem þú færð í Ameríku að því gefnu að þú flytjir löglega inn til landsins. Þú getur sömuleiðis fengið þrífótshaus frá Gitzo sem styður svona festingar, en svo er hægt að fara aðrar leiðir þar líka. Hér er t.d. einn vinsælasti og besti þrífótshaus sem undirritaður hefur átt og notað (toppfestingin fylgir með):

https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... lhead.html

Svo í Origo geturðu fengið SIRUI þrífætur sem eru ótrúlega fínir fyrir peninginn, talsvert ódýrari en Gitzo en samt mjög góðir og brúklegir.