Síða 1 af 4

Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Fim Nóv 28, 2019 10:03 pm
af kiddi
Þessi grind af vefnum og spjallinu sem er uppi í dag - er ekki negld í stein heldur var þessu öllu hent upp af eigin geðþótta vefstjórans til þess eins að gera eitthvað.

Endilega sendið mér hugmyndir um betra skipulag, við getum endurskýrt, endurraðað, fjölgað og fækkað grúbbum eins og okkur sýnist.

Notum þennan tiltekna þráð til að koma ábendingum til vefstjóra með því að ýta á "Svara" hér fyrir neðan :)

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Fös Nóv 29, 2019 2:57 pm
af Þorkell
Er svona fyrir eftir fídus í boði eins og var á ilm.is á sínum tíma?

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Lau Nóv 30, 2019 10:23 am
af kiddi
Þorkell skrifaði:
Fös Nóv 29, 2019 2:57 pm
Er svona fyrir eftir fídus í boði eins og var á ilm.is á sínum tíma?
Nei því miður ekki ennþá og ekki víst að ég geti græjað það :/ Það er "bónus fítus" sem ég myndi skoða þegar grunnkerfið er komið á fulla ferð.

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Þri Des 17, 2019 11:52 pm
af Emil
Takk fyrir þessa skemmtilegu síðu! Er viss um að hún mun verða einn liðurinn í að styrkja starfið í félaginu til lengri tíma litið.

En mig langaði að kanna hvort það er nokkur kostur að fá árbókina á rafrænu formi inn á vefsíðuna?

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Þri Des 17, 2019 11:54 pm
af kiddi
Emil skrifaði:
Þri Des 17, 2019 11:52 pm
Takk fyrir þessa skemmtilegu síðu! Er viss um að hún mun verða einn liðurinn í að styrkja starfið í félaginu til lengri tíma litið.
Já það vonum við svo sannarlega líka :)
Emil skrifaði:
Þri Des 17, 2019 11:52 pm
En mig langaði að kanna hvort það er nokkur kostur að fá árbókina á rafrænu formi inn á vefsíðuna?
Já, góð spurning! Ég held það séu bara ágætis líkur á því. Fylgstu með á forsíðu fokusfelag.is á næstu dögum :)

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Mið Des 18, 2019 4:58 pm
af Gunnar_Freyr
Það væri gaman að fá inn þráð þar sem er beinlínis verið að biðja um gagnrýni á þeim myndum sem maður setur inn. Eftir 1000x "flottar myndir" er maður litlu nær um hvernig maður getur bætt sig. Ég væri til í að heyra frekar að ég hefði átt að hafa viðfangsefnið hærra í rammanum og leyfa hvítum að brenna út :)

Sem sagt, ekki þráður fyrir þá sem ekki vilja beinlínis að myndirnar séu teknar fyrir með öllu sem því fylgir :)

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Mið Des 18, 2019 7:58 pm
af kiddi
Það er frábær hugmynd!

Vessogú :)

viewforum.php?f=21

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Fös Des 20, 2019 8:33 pm
af ThordurKr
Frábært framtak og virkilega flott.
Ég er með smá pælingar. Er hugsunin að búa til nýjan þráð um leið og ný mynd er sett inn. Það verða þá ansi margir þræðir fljótlega. Það sem ég er aðeins að spá í er að það eru svakalega mikið af músarklikkum að skoða myndirnar í stað þess að geta skrollað niður séð myndirnar strax. Fyrir mér er það unun að geta flett í gegnum safn mynda og stoppað við og skoðað mynd sem grípur augað. Hjá mér eru sumar myndir lengi að hlaðast inn og í símanum er þetta enn lengur. Draumurinn væri auðvitað að sjá myndirnar fyrr (þurfa ekki að klikka sig inn og ýta síðan á bakk takka til að fara til baka)
Kv.Þórður.

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Fös Des 20, 2019 9:48 pm
af kiddi
Það er svosem engin regla á því hvernig við viljum hafa þetta, en víða hefur tíðkast á erlendum spjallborðum sem og ljósmyndakeppni.is á sínum tíma að vera með svokallaða þemaþræði. Þannig að ef t.d. þú hefðir mikinn áhuga á flugvélum og langaði að sjá fleiri myndir af flugvélum, þá gætirðu stofnað þráð sem heitir [ÞEMA] Flugvélar og byrjað þráðinn með nokkrum af þínum eigin myndum og svo boðið fleirum að senda inn. Ég fatta reyndar núna að það er eiginlega enginn grúbba sem Flugvélaþemað passar innan í svo við verðum að leggja höfuð í bleyti og búa til nýjan flokk sem getur haldið utan um þá hluti sem er ekki búið að gera flokka fyrir :)

Annars ertu í raun að segja að þú ert hrifnari af því hvernig Facebook virkar, og ég er hræddur um að við getum í raun aldrei náð þeirri stemningu alveg hér enda er þetta kerfi með strúktúr en er ekki "fljótandi á" eins og ég lýsti Facebook, enda var tilgangurinn að flýja það kerfi því upplýsingar áttu það til að týnast og hverfa í myndaflóðinu.

Re: Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Sent: Mán Des 30, 2019 9:17 am
af Gunnar_Freyr
Er hægt að setja inn einhvers konar push notification í þetta kerfi svo maður viti hvenær nýjir póstar koma inn?