Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Skjámynd
Geir
Póstar: 70
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 8:18 pm

Mán Des 30, 2019 10:40 am

kiddi skrifaði:
Fös Des 20, 2019 9:48 pm
Það er svosem engin regla á því hvernig við viljum hafa þetta, en víða hefur tíðkast á erlendum spjallborðum sem og ljósmyndakeppni.is á sínum tíma að vera með svokallaða þemaþræði. Þannig að ef t.d. þú hefðir mikinn áhuga á flugvélum og langaði að sjá fleiri myndir af flugvélum, þá gætirðu stofnað þráð sem heitir [ÞEMA] Flugvélar og byrjað þráðinn með nokkrum af þínum eigin myndum og svo boðið fleirum að senda inn. Ég fatta reyndar núna að það er eiginlega enginn grúbba sem Flugvélaþemað passar innan í svo við verðum að leggja höfuð í bleyti og búa til nýjan flokk sem getur haldið utan um þá hluti sem er ekki búið að gera flokka fyrir :)

Annars ertu í raun að segja að þú ert hrifnari af því hvernig Facebook virkar, og ég er hræddur um að við getum í raun aldrei náð þeirri stemningu alveg hér enda er þetta kerfi með strúktúr en er ekki "fljótandi á" eins og ég lýsti Facebook, enda var tilgangurinn að flýja það kerfi því upplýsingar áttu það til að týnast og hverfa í myndaflóðinu.
Hvernig breyti ég nafni á þræði?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Des 30, 2019 11:08 am

Geir skrifaði:
Mán Des 30, 2019 10:40 am
Hvernig breyti ég nafni á þræði?
Ef þú stofnaðir sjálfur þráðinn þá ertu með lítinn penna ofarlega til hægri á innlegginu þínu sem heitir "Breyta innleggi" og þar geturðu skipt um fyrirsögn þráðarins :)
breyta.png
breyta.png (3.83 KiB) Skoðað 6966 sinnum
Skjámynd
kristínsig
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 6
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 11:09 pm

Mán Des 30, 2019 7:44 pm

Mér finnst vanta að sjá það nýjasta sem fyrst, t.d. á forsíðu. Mætti vera rammi sem sýnir nýjustu ummæli eða nýjustu innsendar myndir. Þá sér maður strax hvað er að gerast og getur þá smellt sér inn á það ?
Annars er ég mjög ánægð með síðuna, :D
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Des 30, 2019 9:05 pm

kristínsig skrifaði:
Mán Des 30, 2019 7:44 pm
Mér finnst vanta að sjá það nýjasta sem fyrst, t.d. á forsíðu. Mætti vera rammi sem sýnir nýjustu ummæli eða nýjustu innsendar myndir. Þá sér maður strax hvað er að gerast og getur þá smellt sér inn á það ?
Annars er ég mjög ánægð með síðuna, :D
Það er þannig nú þegar? Það er bæði yfirlit yfir nýjustu þræði á forsíðu félagsins og líka yfir nýjustu innlegg á sjálfu spjallinu :) Áttu kannski frekar við að þú viljir sjá sjálfar athugasemdirnar í yfirlitinu eða sjá myndainnsendingar eingöngu? Ég er ekki viss um að það sé hægt í fljótu bragði, ég er því miður ekki forritari sjálfur og þarf að notast við tilbúnar lausnir í flestum tilfellum :/
nytt1.png
nytt1.png (224.76 KiB) Skoðað 6962 sinnum
nytt2.png
nytt2.png (436.47 KiB) Skoðað 6962 sinnum
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Mið Jan 01, 2020 3:06 pm

haha

<div id="darkenwrapper" class="darkenwrapper" data-ajax-error-title="AJAX error" data-ajax-error-text="Það fór eitthvað úrskeiðis, reyndu aftur." data-ajax-error-text-abort="Þú hættir við." data-ajax-error-text-timeout="Þetta tók of langan tíma, reyndu aftur." data-ajax-error-text-parsererror="Eitthvað fór úrskeiðis og severinn skeit á sig">

Nú langar mig bara að finna leið til að fá þessi villuboð :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Jan 01, 2020 3:33 pm

Gunnar_Freyr skrifaði:
Mán Des 30, 2019 9:17 am
Er hægt að setja inn einhvers konar push notification í þetta kerfi svo maður viti hvenær nýjir póstar koma inn?
Ertu þá að meina tilkynningu með tölvupósti í hvert sinn sem það kemur nýtt innlegg eða svar? Ég mæli ekki endilega með því ef það væri hægt, það gæti orðið ansi mikið áreiti þegar spjallborðið kemst á almennilegt flug :) Ég held það sé ekki hægt að gerast áskrifandi að öllu spjallborðinu eins og það leggur sig í fljótu bragði, en þú getur gerst áskrifandi að tilteknum grúbbum eða þráðum með því að nota verkfæratólið neðst þegar það er í boði, sjá skjáskot. Spjallkerfið verður aldrei með sambærilega upplifun og Facebook, enda var það hugmyndin að flýja þann hraða með því að opna þetta spjallborð :)
subscribe2.png
subscribe2.png (18.03 KiB) Skoðað 6955 sinnum
subscribe.png
subscribe.png (7.42 KiB) Skoðað 6955 sinnum
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Mið Jan 01, 2020 4:36 pm

kiddi skrifaði:
Mið Jan 01, 2020 3:33 pm
Gunnar_Freyr skrifaði:
Mán Des 30, 2019 9:17 am
Er hægt að setja inn einhvers konar push notification í þetta kerfi svo maður viti hvenær nýjir póstar koma inn?
Ertu þá að meina tilkynningu með tölvupósti í hvert sinn sem það kemur nýtt innlegg eða svar? Ég mæli ekki endilega með því ef það væri hægt, það gæti orðið ansi mikið áreiti þegar spjallborðið kemst á almennilegt flug :) Ég held það sé ekki hægt að gerast áskrifandi að öllu spjallborðinu eins og það leggur sig í fljótu bragði, en þú getur gerst áskrifandi að tilteknum grúbbum eða þráðum með því að nota verkfæratólið neðst þegar það er í boði, sjá skjáskot. Spjallkerfið verður aldrei með sambærilega upplifun og Facebook, enda var það hugmyndin að flýja þann hraða með því að opna þetta spjallborð :)
Ég var að spá í eitthvað meira í áttina að tilkynningum beint í mobile tæki en ekki í tölvupóst. Sé á Github að það hefur eitthvað verið prufað fyrir phpbb en skoðaði það ekki mikið.

Ég er sammála að það gæti orðið algjört chaos þegar allt er komið á fullt en ég var að hugsa að ég gæti verið mjög virkur núna til að byrja með á meðan þetta er að slíta barnskónum en slökkva svo á þessu þegar líður á. Þetta er ekkert sem skiptir máli, er bara svo upptekinn alltaf að ég gleymi að kíkja hér inn. Ég er líka vonlaus með tölvupóstinn minn og þar fer allt framhjá mér :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Jan 01, 2020 5:18 pm

Gunnar_Freyr skrifaði:
Mið Jan 01, 2020 4:36 pm
Ég var að spá í eitthvað meira í áttina að tilkynningum beint í mobile tæki en ekki í tölvupóst. Sé á Github að það hefur eitthvað verið prufað fyrir phpbb en skoðaði það ekki mikið.
Ég skal skoða þetta - þetta er eitthvað sem þarf að borga fyrir og setja svo upp, þetta kallar á smá vinnu og ég skal athuga hvort ég detti í gírinn á næstu dögum til að skoða þetta :)
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jan 03, 2020 5:11 pm

Það væri gaman að hafa eitthvað svona eins og "Almenn umræða" eða eitthvað slíkt. Ætlaði að henda inn link á FB event en vissi ekki hvar ég átti að setja hann.

https://www.facebook.com/events/676714876070050/
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Jan 03, 2020 5:27 pm

Gunnar_Freyr skrifaði:
Fös Jan 03, 2020 5:11 pm
Það væri gaman að hafa eitthvað svona eins og "Almenn umræða" eða eitthvað slíkt. Ætlaði að henda inn link á FB event en vissi ekki hvar ég átti að setja hann.

https://www.facebook.com/events/676714876070050/
Já! Takk fyrir þetta, búinn að græja :)

http://www.fokusfelag.is/spjall/viewforum.php?f=23
Svara