ég fékk enga mynd - hvað gerði ég rangt?

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 115
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Mán Jan 13, 2020 7:39 pm

Ágæti félagi
nú er ég aðstoðar þurfi.

Í þessari færslu
viewtopic.php?f=8&t=84&p=298#p298

reyndi ég að setja inn mynd af flickr, Ég prófaði bbcode og neðan við það slóð - var búin að profa embeded og það kom heldur engin mynd þar
Hvað er ég að gera rangt?

Bestu kveðjur
Anna Soffía
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Jan 13, 2020 7:49 pm

Hæhæ :) Ég ætlaði að leiðrétta þetta fyrir þig en ég fæ ekki möguleika á BBCode af þinni persónulegu Flickr síðu (stillingamál þín megin), en ég setti minn eigin BBkóða undir eins og hann er réttur svo þú sæir muninn. Málið er að þegar þú velur BBCode slóðina á Flickr þá áttu í raun ekki að gera neitt annað en að líma hann inn í þráðinn, þú þarft ekki að ýta á neina hnappa á ritlinum á spjallinu, bara hægri smella og velja Paste. Sjá viðhengi, rauða er gallaður kóði og græni er réttur.
bbcode.png
bbcode.png (70.29 KiB) Skoðað 6726 sinnum
Svara