Síða 1 af 1

Lightroom catalog finnur ekki myndir sem búið er að flytja inn og vinna

Sent: Þri Okt 12, 2021 2:44 pm
af Anna_Soffia
Sæl kæru tæknikláru félagar

Ég var að lenda í skrítnu veseni í lightroom
Ég flutti úr símanum mínum tvær myndir inn í ákveðna möppu í LR (möppu með fleiri myndum frá sama degi en úr canonvélinni)
Þar vann ég myndirnar, en var ekki búin að exporta þær út í jpg
Svo ætlaði ég að bera þær saman við aðrar myndir. frá sama degi og smellti því á möppuna. En þá brá svo við að lr sér ekki þessar myndir né nokkuð um þær. Viðurkennir ekki að þarna séu neinar myndir úr annarri vél en canon vélinni og lætur eins og formatið .HEIC sé ekki til
Hvað get ég gert - annað en að búa til sér ctatalog fyrir þessar myndir?

Bestu kveðjur
Anna Soffía

Re: Lightroom catalog finnur ekki myndir sem búið er að flytja inn og vinna

Sent: Þri Okt 12, 2021 3:11 pm
af kiddi
Þegar þú fluttir inn myndirnar, þá kemur Lightroom oft upp með valkostina "Copy" eða "Add" to catalog, þá þýðir Add að myndir séu geymdar áfram á sínum sama geymslumiðli en séu einfaldlegar settar inn í gagnagrunninn, sem hefur þær afleiðingar að þegar þú aftengir geymslumiðilinn sem myndin var á, þá hverfur myndin úr catalog, þannig að ef þú tengir símann þinn aftur þá ættu myndirnar að birtast. Ertu búin að prófa þetta?

Re: Lightroom catalog finnur ekki myndir sem búið er að flytja inn og vinna

Sent: Þri Okt 12, 2021 3:49 pm
af Anna_Soffia
kiddi skrifaði:
Þri Okt 12, 2021 3:11 pm
Þegar þú fluttir inn myndirnar, þá kemur Lightroom oft upp með valkostina "Copy" eða "Add" to catalog, þá þýðir Add að myndir séu geymdar áfram á sínum sama geymslumiðli en séu einfaldlegar settar inn í gagnagrunninn, sem hefur þær afleiðingar að þegar þú aftengir geymslumiðilinn sem myndin var á, þá hverfur myndin úr catalog, þannig að ef þú tengir símann þinn aftur þá ættu myndirnar að birtast. Ertu búin að prófa þetta?
Ég byrjaði á að flytja myndirnar inn í tölvuna með airdroop og úr download í rétta möppu, - - - - meðan ég var að skrifa þetta áttaði ég mig á vandamálinu. Til mjög skamms tíma handflutti ég allar myndir í þá möppu sem þær áttu heima. Svo lærði ég að velja í lr hvert ég vistaði þær og sleppti þar með einu skrefi.
Vegna þess að ég var búin að setja þessar myndir á réttan stað gleymdi ég að gá að "destination" svo lr skellti þessu í sömu möppu og ég síðast hlóð inn í

Svona er fljótfærnin - En kærar þekkir Kiddi fyrir að reyna að hjálpa mér