Síða 1 af 1

2 kort samtímis í myndavél...stillingar?

Sent: Sun Júl 05, 2020 4:02 pm
af Daðey
Þið sem eruð með möguleika á 2 kortum í vélarnar ykkar, eruð þið með stillt þannig að allar myndir vistast á bæði kortin samtímis, eða að annað taki við af hinu þegar það fyllist?

Hverju mælið þið með?

Er semsgagt sjálf með það þannig að þær vistast á bæði kortin, upp á að ef annað klikkar. En brenndi mig svo á því að fylla kortin og eiga bara eitt eintak af SD korti og þurfti því að skipta um micro SD og láta vélina vista bara á það.

Re: 2 kort samtímis í myndavél...stillingar?

Sent: Sun Júl 05, 2020 4:23 pm
af kiddi
Hugmyndin er sú að það sé tekið afrit samhliða, því minniskort eiga það sko alveg til að klikka. Ef ég væri t.d. brúðkaupsljósmyndari þá kæmi ekki til greina en að vera með vél sem getur vistað á tvö kort samtímis. Að því sögðu átti ég vél með bæði CF og SD kortaraufum og ég notaði raufarnar þannig að hraðara kortið er notað fyrst og svo hægara kortið þegar hitt er orðið fullt. Í dag er ég með myndavél sem hefur bara eina rauf, og er með 128GB SD kort sem hefur dugað mér í öll mín verkefni. Ég reyndar bý ekki yfir þeim ósið að láta myndir safnast upp með tíð og tíma á kortinu heldur tæmi ég kortið í hvert sinn sem ég tengi við tölvu til að sækja myndirnar.

Re: 2 kort samtímis í myndavél...stillingar?

Sent: Fim Júl 09, 2020 9:45 am
af Gunnar_Freyr
Ég hef notað kort nr. 2 sem backup . þ.e afritast samtímis. Hins vegar hefur það pirrað mig að aðal raufin styður UHSII staðalinn sem er hraðari en það sem hin kortaraufin býður upp á. Það eykur örlítið töfina þegar ég fylli bufferinn og þarf að bíða eftir að vélin klári að skrifa myndirnar á kortið. Nýju Sony vélarnar eru með UHSII í báðum slottum svo ég losna við það "vandamál" þegar ég uppfæri. Þetta er hins vegar algjört smámál sem ekki skiptir neinu, ég er bara nörd sem veit af því að eitthvað er ekki jafn hratt og það gæti verið og þá verð ég gramur. Þess vegna yfirklukkaði ég tölvur og notaði utanáliggjandi kælingar með þurrkarabarka inn í turninn til að kæla ;)