Síða 1 af 1

Afslættir.

Sent: Sun Jún 07, 2020 11:46 pm
af FilippusJó
Man einhver hver afsláttur hjá Origo er?

Re: Afslættir.

Sent: Mán Jún 08, 2020 12:12 am
af kiddi
Hann Sæmundur Valdimarsson sem er einn af okkar nýjustu meðlimum og einnig starfsmaður hjá Origo sagði þetta um daginn á Facebook:
Origo býður félagsmönnum Fókus ljósmyndaklúbbs upp á allt að 15% afslátt af Canon og Sony myndavélum og allt að 20% af aukahlutum. Fer svolítið eftir því hvaða vörur um er að ræða. Þar sem ég starfa hjá Origo nýtti ég aðstöðu mína og fékk vörustjóra Canon og Sony til að gefa hópnum afslátt. Tilvalið tækifæri að taka myndir af Íslandi án túrista í sumar með topp vörum.
Þess fyrir utan veit ég ekki um neina afslætti en aftur á móti er ég búinn að vera meðlimur sjálfur í mjög stuttan tíma og veit ekki af öllu sem gæti verið í gangi :) Vonandi getur einhver upplýst okkur ef það eru fleiri afslættir í boði annarsstaðar.

Re: Afslættir.

Sent: Mán Jún 08, 2020 9:26 am
af FilippusJó
Takk fyrir þetta Kiddi.

Re: Afslættir.

Sent: Mán Jún 08, 2020 8:26 pm
af einarbjorn
Er hægt að virkja afsláttinn í gegnum nerverslunina?

Re: Afslættir.

Sent: Mán Jún 08, 2020 8:47 pm
af kiddi
einarbjorn skrifaði:
Mán Jún 08, 2020 8:26 pm
Er hægt að virkja afsláttinn í gegnum nerverslunina?
Ég veit það ekki fyrir víst, en mér finnst það hæpið. Ef þú átt ekki heimangengt og vilt panta og láta senda þér, þá myndi ég senda Sæma skilaboð á Facebook og spyrja hvort hann geti fengið einhvern til að gera þér tilboð með afslættinum, þannig gætirðu pantað með afslætti og fengið sent heim til þín. Hann er í Fókusfélagagrúbbunni undir nafni sínu Sæmundur Valdimarsson og ég hef á tilfinningunni að hann taki vel á móti þér :)

Re: Afslættir.

Sent: Mán Jún 08, 2020 9:24 pm
af Arngrímur
Sælir
Ég er búinn að nefna afslætti bæði við Beco og Fotoval og þeir segjast gefa aflætti eftir því hver varan er, aðeins mismunandi svigrúm eftir vörflokkum. Nægir að spyrja um afslátt til Fókusfélaga.
Þetta er ekki miklir afslættir en hjálpa samt.