Hvar er besta skýjageymslan fyrir myndir - öryggi - verð - aðgengi

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 88
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Fim Maí 21, 2020 7:59 pm

Ágætu félagar
Nú held ég að ég verði að enda í einhverskonar skýjageymslu fyrir myndirnar mínar
Það er svo mikill frumskógur þarna úti svo að ég spyr reynslusamfélagið hér
Hverju mælið þið með?
Ég hugsa um verð, öryggi og aðgengi í vinnslu - og sjálfsagt eitthvað fleira sem ég hef ekki vit til að spyrja um í augnablikinu
Anna Soffía
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 254
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Maí 21, 2020 8:48 pm

Ég er sjálfur búinn að prófa tvær stærstu þjónusturnar og er eiginlega smá brenndur eftir þær báðar. Fyrst prófaði ég Backblaze, það hafði fengið svo glimrandi umsögn og var tiltölulega ódýrt fyrir ótakmarkað geymslupláss - allt gekk eins og í sögu þangað ég ákvað að strauja stýrikerfisdiskinn á tölvunni hjá mér, var semsagt að setja inn Windows aftur. Backblaze túlkaði þetta sem nýja tölvu og ég þurfti að kaupa aukaaðgang á Backblaze fyrir hana EÐA byrja backupferlið uppá nýtt. Myndasafnið mitt er tæp 6TB og það tók 3 mánuði að uploada því á Backblaze svo ég sagði takk og bless. Blackblaze er svona allt eða ekkert pakki með ekkert svigrúm til breytinga.

Svo fór ég til Amazon, aftur tóku við 3 mánuðir af upload tíma og ég átti að fá ótakmarkað geymslupláss fyrir um $60 á ári. Sirka mánuði eftir að ég kláraði að senda allt inn þá breyttu þeir skilmálunum og sögðu "ljósmyndir eingöngu" og með allsskonar smáu letri. Myndasafnið mitt inniheldur talsvert af myndböndum líka innan um allt klabbið og þar af leiðandi varð aðgangurinn minn óvirkur, s.s. ég gat ekki bætt fleiru inn fyrr en ég myndi leysa úr videomálum. Ég varð svo pirraður yfir þessari skilmálabreytingu að ég sagði takk og bless við þá líka.

Er að gæla við að kaupa 5x aðganga hjá Google, sem er ca $60 á MÁNUÐI, þá fæ ég ótakmarkað geymslupláss og gott aðgengi að skránum, en ég er samt ekki alveg viss hvort ég tími $720 á ári í langtímahýsingu, gæti borgað sig að kaupa bara auka 8TB disk eða jafnvel tvo. Reyndar er ég með fleiri tugi af terabætum úr vinnunni minni sem mig langar að finna cloud hýsingu fyrir svo þannig get ég kannski réttlætt $60 á mánuði en er ekki búinn að hafa mig í þetta ennþá.

Dagsdaglega er ég með Dropbox Pro aðgang með 3TB plássi, ég geymi öll verkefni sem eru í gangi á þeirri Dropbox möppu sem bæði gerir mér kleift að halda úti tveim vinnustöðvum með öll gögn uppfærð samtímis, ásamt því að vera öryggisventil þar sem ég get spólað aftur í tímann og sótt eldri útgáfur af verkefnum sem ég hef skrifað yfir, en 3TB dugar auðvitað skammt þegar maður er með 6TB af ljósmyndum og á annan tug terabæta af gömlum verkefnum.

Önnur lausn sem ég er að íhuga er að notast við forrit eins og OwnCloud, þá get ég búið til mitt eigið ský á mínum eigin vélbúnaði.
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 88
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Mán Jún 08, 2020 8:41 pm

Sæll Kiddi
Ég biðst margfaldrar afsökunar að hafa ekki þakkað fyrr fyrir þitt góða svar.
Ég keypti bara enn einn harða diskinn eftir þessar upplýsingar og ákvað að bíða lengur með að fara út í geim.
En semsagt

Takk kærlega fyrir þín snöggu viðbrögð og góða svar
Anna Soffía
Saemundur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 2
Skráði sig: Sun Apr 26, 2020 10:38 am

Þri Jún 09, 2020 9:44 am

Sjálfur nota ég Google Drive og borga $10 fyrir 1 TB.
Svara