v. sýningarinnar

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Ingibjörg
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim Jan 02, 2020 12:48 am

Mið Feb 19, 2020 10:02 pm

Ég skrifaði einhvers staðar hérna inni um vandræði mín varðandi flutning á myndum úr LR. Ég er nýkomin með Creative Cloud og flutningur mynda þaðan er með allt annað viðmót en ég var með í gamla LR. Ég er tilbúin með myndirnar mínar en kem þeim ekki út. Er ekki einhver sem kann meira en ég tilbúinn til að leiðbeina mér? Svo er annað hvað þýðir það að myndirnar eigi að vera original? Eiga þær að vera í RAW þegar maður flytur þær út? Eitt enn í hvaða upplausn eiga þær að vera? Vona að það sjái einhver aumur á mér og svari. Ég er líka búin að senda póst á Gunnar Freyr eða póst sýningarnefndar, en ekkert svar.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Feb 19, 2020 10:27 pm

Þú ert væntanlega komin í nýja Lightroom CC sem kallast Cloud útgáfan þar sem allar myndir hlaðast upp á netið og þú getur unnið þær úr símanum þínum þess vegna, en ég þekki í raun engan sem er byrjaður að nota það fyrirbæri, Lightroom eins og þú þekkir það heitir í dag Lightroom Classic og er ennþá aðgengilegt fyrir þá sem hafa áskrift hjá Adobe.

Til þess að vista myndirnar út þá einfaldlega hægri smellirðu á hverja mynd fyrir sig og velur Export, og fínt að miða við bara JPEG í 100% gæðum og passa að haka við Full Size í Dimensions.

Þegar það er átt við "original gæði" þá grunar mig að það sé átt við að vera ekki að minnka eða blása upp myndirnar að óþörfu, bara skila myndum í þeirri stærð sem myndavélin skilar af sér en ef þú hefur skoðun á því hvernig myndin verður skorin þá þarftu að passa að croppa myndina í rétt hlutföll, og það geturðu gert í Lightroom ÁÐUR en þú vistar myndirnar út. Besta leiðin til að fá rétt hlutföll er að fara í Crop og velja Custom, og setja þá inn hlutföllin 45:30 ef myndin á að vera lárétt eða 30:45 ef myndin á að vera lóðrétt - þá geturðu stillt croppið af og vistað svo út og þá er myndin orðin tæknilega tilbúin til afhendingar.

Ég vil þó minna alla á að myndir dekkjast vanalega örlítið í prentun, persónulega lýsi ég myndir örlítið upp fyrir prentun (ca 1 exposure stopp).
lightroom_CC.png
lightroom_CC.png (9.2 KiB) Skoðað 9584 sinnum
Ingibjörg
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim Jan 02, 2020 12:48 am

Fim Feb 20, 2020 1:05 am

Þakka þér fyrir Kristján. Ég er rórri eftir svar þitt sem sýnir að ég var á réttri leið. Ég sé að í áskriftinni minni get ég verið með LR classic en ég þorði ekki að hlaða því niður.
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Fim Feb 20, 2020 8:38 pm

kiddi skrifaði:
Mið Feb 19, 2020 10:27 pm


Til þess að vista myndirnar út þá einfaldlega hægri smellirðu á hverja mynd fyrir sig og velur Export, og fínt að miða við bara JPEG í 100% gæðum og passa að haka við Full Size í Dimensions.

...þá þarftu að passa að croppa myndina í rétt hlutföll, og það geturðu gert í Lightroom ÁÐUR en þú vistar myndirnar út. Besta leiðin til að fá rétt hlutföll er að fara í Crop og velja Custom, og setja þá inn hlutföllin 45:30 ef myndin á að vera lárétt eða 30:45 ef myndin á að vera lóðrétt - þá geturðu stillt croppið af og vistað svo út og þá er myndin orðin tæknilega tilbúin til afhendingar.

Ég vil þó minna alla á að myndir dekkjast vanalega örlítið í prentun, persónulega lýsi ég myndir örlítið upp fyrir prentun (ca 1 exposure stopp).
Gott að fá þessar upplýsingar Kiddi, en ég er með spurningu. Ég hef alltaf valið hlutföllin ÞEGAR ég exporta - vel þá Width & Height í 30 x45 (til dæmis). Er það ekki sniðugt.

Svo varðandi prent og exposure - wow! alveg heilt stopp í overexposure. Er það ekkert of mikið? :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Feb 20, 2020 10:43 pm

Ragnhildur skrifaði:
Fim Feb 20, 2020 8:38 pm
Gott að fá þessar upplýsingar Kiddi, en ég er með spurningu. Ég hef alltaf valið hlutföllin ÞEGAR ég exporta - vel þá Width & Height í 30 x45 (til dæmis). Er það ekki sniðugt.
Uhhmmm nei ekki alveg það sama, þá ertu að endurstilla stærðina á myndinni, þannig að ef hún er í öðrum hlutföllum þá mun teygjast á henni, en ef þú vilt kroppa mynd í önnur hlutföll en þau sem hún var skotin í, þá þarftu að croppa fyrst áður en þú breytir resize stillingum.
Ragnhildur skrifaði:
Fim Feb 20, 2020 8:38 pm
Svo varðandi prent og exposure - wow! alveg heilt stopp í overexposure. Er það ekkert of mikið? :)
Ertu búin að prenta mikið? :) Það er mín reynsla já að alveg hátt í heilt stopp borgar sig ef maður vill fá almennilega prentun. En það verður gaman að fara yfir þetta með Páli Guðjóns á næsta þriðjudagsfundi :)
Ingibjörg
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim Jan 02, 2020 12:48 am

Fim Feb 20, 2020 10:51 pm

Ég er búin að hlaða niður LR Classic og senda þær en þá fara þær ekki í gegnum póstinn af því þær eru of stórar. Hvað er nú til ráða? Þessi melding kom:
The following message to <syning@fokusfelag.is> was undeliverable.
The reason for the problem:
5.1.0 - Unknown address error 552-'Message size exceeds maximum permitted'
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Fim Feb 20, 2020 11:02 pm

[/quote]

Ertu búin að prenta mikið? :) Það er mín reynsla já að alveg hátt í heilt stopp borgar sig ef maður vill fá almennilega prentun. En það verður gaman að fara yfir þetta með Páli Guðjóns á næsta þriðjudagsfundi :)
[/quote]

Nei. Ekkert 😁 ég var bara svo hissa á þessu 🤗

Varðandi resizing, gotcha. Takk 🙂
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Feb 20, 2020 11:09 pm

Ingibjörg skrifaði:
Fim Feb 20, 2020 10:51 pm
Ég er búin að hlaða niður LR Classic og senda þær en þá fara þær ekki í gegnum póstinn af því þær eru of stórar. Hvað er nú til ráða? Þessi melding kom:
The following message to <syning@fokusfelag.is> was undeliverable.
The reason for the problem:
5.1.0 - Unknown address error 552-'Message size exceeds maximum permitted'
Hversu stórar eru myndirnar? Held það sé hægt að senda 50MB sem á nú að duga, ég er með 50 megapixla myndavél og mínar JPG skrár urðu um ~30MB eftir vistun, en það er óþarfi að vista í 100% gæðum, 85% er fínt, enginn sýnilegur munur fyrir augu og prentara. En annars er hægt að nota www.wetransfer.com til að koma stórum skrám áleiðis, það er MJÖG auðvelt, bara slá inn syning@fokusfelag.is, þitt netfang og festa myndina sem viðhengi.
Svara