Síða 1 af 1

Trigger og receiver

Sent: Fim Jan 30, 2020 9:03 pm
af Ragnhildur
Sæl öll,

Mig vantar þráðlaustan trigger og receiver. Ef ég kaupi trigger og receiver sem passar fyrir vélina mína (Sony a6500) , get ég verið viss um að það virki með öll ljós/flöss? Ég var að fá gamalt Bowens Gemini ljós.

Kv. Ragnhildur

Re: Trigger og receiver

Sent: Fim Jan 30, 2020 9:41 pm
af kiddi
Þráðlausir sendar/móttakarar eiga í raun að virka með öllum ljósum, en HSS fítusinn (high-speed sync) getur hinsvegar verið vesen og ekki víst að virki með öllum HSS-ljósum.

Beco selja fínt sett: https://www.beco.is/product/hahnel-captur/

Þú gætir mögulega þurft að kaupa sync-kapal aukalega, til að tengja Bowens ljósið við receiverinn. Það er svo hægt að kaupa urmul af svona græjum á Aliexpress, vinsæl merki eru t.d. Cactus, Yongnuo, Phottix.

Re: Trigger og receiver

Sent: Fim Jan 30, 2020 11:06 pm
af Ragnhildur
Takk Kiddi.

Ég kíki við í Beco á morgun og tékka á þessu.

Re: Trigger og receiver

Sent: Fös Jan 31, 2020 1:31 pm
af Ragnhildur
kiddi skrifaði:
Fim Jan 30, 2020 9:41 pm
Beco selja fínt sett: https://www.beco.is/product/hahnel-captur/

Þú gætir mögulega þurft að kaupa sync-kapal aukalega, til að tengja Bowens ljósið við receiverinn. Það er svo hægt að kaupa urmul af svona græjum á Aliexpress, vinsæl merki eru t.d. Cactus, Yongnuo, Phottix.
Takk fyrir þessar upplýsingar Kiddi. Ég kíkti og ræddi við vin okkar Tóta í Beco og hann benti mér einmitt á að kaypa Hahnel græjuna og þurfti sync kapal með. Now it works like a charm!

Gaman að fá nýjar græjur og leika sér :D