Lightroom vill ekki importa

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
tryggvimar
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 67
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Þri Jan 28, 2020 10:50 pm

Góða kvöldið

Ég er að nota Lightroom Classic og var að uppfæra það. Þegar ég ætla svo að flytja inn myndir af minniskorti með kortalesara fæ ég meldinguna "No Photos Found". Ég get samt skoðað myndirnar í Finder og sé að þær eru á kortinu.

Eru einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?

Kveðja
Tryggvi Már
tryggvimar
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 67
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Þri Jan 28, 2020 11:18 pm

Það þarf að breyta stillingum í System Preferences. Internetið sagði mér það: https://feedback.photoshop.com/photosho ... otos-found
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 261
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Jan 28, 2020 11:25 pm

Frábært að þetta leystist og takk fyrir að deila lausninni :) Það eru eflaust ekki margir komnir með macOs Catalina ennþá í þessum hóp.
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 96
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Mið Jan 29, 2020 8:28 pm

´Eg lenti í þessu sama í minni pc vél og sé ekkert svar við vandanum í Windows - Snerist reyndar um möppu á harða drifinu sem ég hélt ég hefði verið búin að hlaða inn í cataloginn, En LR harðneitaði að sjá möppuna eða myndirnar í henni.
Það var ekki fyrr en ég opnaði eina myndina beint úr möppunni inn í LR að það viðurkenndi að myndin væri til og þegar inni. Þá fór hún líka að sjá möppuna en bara brot af myndunum í henni sem LR hlóð inn með eðlilegum hætti. Enn neitaði hún að sjá fleiri myndir - (ca 40 af yfir 400) en eftir nýjan hring af endurræsingu sá hún loksins allar myndirnar, þegar ég vildi hlaða niður, en dimmdi þær allar sem þegar inni í catalógnum.. Þegar ég hakaði úr hindruninni að hlaða tvisvar inn sömu skrám fékkst hún til að hlaða öllum inn -
Kunnið þið einhver ráð til að lækna svona vitleysu ef ég lendi í þessu aftur - eða eitthvað sem bara kemur í veg fyrir fíflaganginn?
Svara