Hvaða gildi notið þið í calibration á skjánum ykkar?

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Sun Jan 26, 2020 10:13 pm

Ég er í pælingum með litacalibration á skjánum mínum og vil endilega heyra frá einhverjum sem hefur verið í þessu sama. Ég er með fínan 10bit hardware calibrated skjá.

1. Hvort notið þið D50 eða D65 sem white point og af hverju?
2. Hvaða luminance gildi notið þið og hvernig ákvörðuð þið hver sú tala átti að vera?
3. Hvaða gamma notið þið og af hveru? Einhver að nota 1.8?

Takk takk
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Mán Jan 27, 2020 10:45 pm

Hæ, ég nota skjákvarða í þetta sem þú mátt fá lánaðan "Color munki Display" en hef ekki hugmynd um hvaða gildum hann skilar mér. Þú ert kannski með kvarða?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Jan 27, 2020 11:15 pm

1) Minn Spyder4 Elite býður ekki upp á D65 vs D50 ef ég man rétt, en nær allir skjáir eru nær D65 default svo ég er ekkert að velta mér upp úr því, sérstaklega þar sem ég vinn við skjámiðla en ekki prent.

2) Þegar þú talar um luminance, ertu þá að tala um brightness stillinguna á skjánum sjálfum? Minn skjár ræður við 350nits en ég fæ hausverk og fæ verki í augun ef ég keyri hann á fullri birtu, reyndar kýs ég að fara niður í ca 3-5% í brightness sem er ca 90 nits, hardware calibration græjan biður um 120nits en mér finnst það of bjart. Ég vinn við videomyndvinnslu allan daginn og gott betur og mér líður best í augunum með því að hafa lága birtu stillta, en að sama skapi vinn ég alltaf í dimmu umhverfi svo það virkar fínt. Lágt stillt brightness er auðvitað ekki að gera góða hluti í sólríku rými. Þessi einstaka skipti þar sem litur og birtustyrkur spilar veigamikið hlutverk þá kveiki ég á rándýra Flanders Scientific CM171 reference monitornum mínum sem kostaði meira en öll tölvan mín :D

3) Er ekki 1.8 gamma gömul venja úr Mac heiminum? Ég er í 2.2, það borgar sig að vinna í sama umhverfi og almenningur, því ef maður er að búa til efni sem endar á skjám almennings þá er ég öruggastur með því að vinna sjálfur í sama umhverfi, alveg eins og hljóðmenn þurfa að hlusta á lokamixin sín í lélegum hátölurum því það er ekkert að marka rándýru hátalarana sem skila helmingi breiðara tíðnisviði en venjulegar græjur.

Vona að þú sért einhverju nær. Hardware calibration, rétt stilltur skjár er ekki upphaf og endir alls í dag nema þú sért sjálfur að prenta eigin verk og ert smámunasamur á litina, því skjáir fólks eru jafn misjafnlega illa stilltir eins og þeir eru margir og það borgar sig ekki að missa svefn yfir þessu :)
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Þri Jan 28, 2020 9:34 am

Ég er mjög picky um að senda frá mér eins nákvæma liti og ég get og mjög harður á að nota rétta prófíla fyrir prentara og pappir. Varðandi gamma þá hef ég alltaf notað 2.2 en horfði á nýlegan "fyrirlestur" þar sem því var haldið fram að ef maður væri að vinna fyrir alvöru prentun væri 1.8 málið en ég held reyndar að þetta sé ekki viðeigandi lengur. Varðandi D65 og D50 þá endaði ég á að búa til prófíla með hvoru tveggja. D50, gamma 2.2 og 90 nits sem ég nota fyrir prentvinnslu og svo D65, gamma 2.2 og 110 nits fyrir skjávinnslu. Held ég hafi lent þessu ágætlega en konan má ekki kveikja á lampanum sínum haha. Sagði henni svo að ég ætlaði að mála herbergið grátt og hún mætti aldrei vera í lituðum fötum nálægt mér en ég held að hún hafi ekki tekið mig alvarlega :p
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Þri Jan 28, 2020 9:36 am

Arngrímur skrifaði:
Mán Jan 27, 2020 10:45 pm
Hæ, ég nota skjákvarða í þetta sem þú mátt fá lánaðan "Color munki Display" en hef ekki hugmynd um hvaða gildum hann skilar mér. Þú ert kannski með kvarða?
Ég er með allar græjur en þessi gildi eru valin af notanda í samræmi við hver tilgangurinn er og hver lýsingin er í umhverfinu. Hef bara verið að velta mikið fyrir mér Kelvin gráðunum en leysti þetta með 2 prófílum.
Svara