Síða 1 af 1

Sigma 14mm f/1.8 fyrir Canon og stærsti NiSi filterpakki landsins

Sent: Sun Apr 10, 2022 6:23 pm
af kiddi
Er með í umboðssölu ansi magnaðan pakka á ansi mögnuðu verði.

Sigma 14mm f/1.8 ART er óumdeilanlega besta norðurljósa linsan sem er hægt að setja framan á Canon vél. Hún kostar í dag 293.900 kr hjá Fótoval, en hún var keypt þar í júlí 2018 og hefur aðeins átt einn eiganda sem hefur farið mjög vel með hana. Hún kemur með tösku.
Verð: 175.000

Svo er það rúsínan í pylsuendanum, en það er NiSi filtersett ásamt sérstökum haldara sem er eingöngu ætlaður Sigma 14mm linsunni. Nývirðið á þessum pakka skv. BHPhoto er ekki nema 460.000 kr fyrir utan flutning, og þá er ekki talinn með sérsmíðaði hringurinn sem eigandinn lét gera, svo hægt væri að nota þetta risa filtersett á hefðbundnar linsur með 82mm filterþræði, þessi sérsmíðaði hringur sést hægra megin á einni af myndunum, við hliðina á risastórum circular polarizer sem er með uþb. 170mm ummál.

Hér kemur listi af því sem er í NiSi pakkanum:
GND8(0.9) 150x170mm 3 stop Hard grad
Reverse GND8(0.9) 150x170mm 3 stop
ND64(1.8) 150x150mm 6 stop
ND1000(3.0) 150x150mm 10 stop
ND8(0.9) 150x150 3 stop
Reverse GND8(1.2) 150x170mm 4 stop Hard grad
ND32000(4.5) 150x150mm 15 stop
150x150mm Polarizer plata
Natural Light 150x150mm
Nisi Sigma 14 festingarsett með circular polarizer
82mm Circular Polarizer með sérsmíðuðum hring

Verð á filterpakkanum: 200.000

- Athugið, aðal haldarinn virkar eingöngu með Sigma 14 og engri annarri linsu, það má vera Nikon útgáfan af linsunni eða Sony, það mun virka fínt, en til þess að nota þetta filtersett með annarri tegund af linsu t.d. Nikon 14-24, Sigma 14-24 zoom, Canon 11-24 o.s.frv þarf að kaupa sérsmíðaðan haldara fyrir þær linsur. En þökk sé heimatilbúna millihringnum sem eigandinn lét smíða fyrir sig, þá er hægt að nota þetta sett með öllum linsum sem styðja 82mm filtera. Filtersettið verður eingöngu selt í heilu lagi.

BEST VÆRI, ef linsan og filtersett seldist saman.
Linsa + filterar saman: 325.000 kr.
Þarna ertu að fá rúmlega 400þ kr. virði af filterum frítt með, miðað við nývirði linsunnar einni og sér. Þetta er fáránlegt verð. Engar uppítökur, nema þú eigir Canon RF 14-35/4L IS til að setja uppí.

Re: Sigma 14mm f/1.8 fyrir Canon og stærsti NiSi filterpakki landsins

Sent: Þri Apr 12, 2022 1:05 pm
af kiddi
Í tilefni af Sigma-tilboðsdögum hjá Fótóval fékk ég leyfi til að lækka verðið á þessum pakka umtalsvert:

Linsa: 150.000
Filtersett: 120.000
Samtals 270.000, meira en 70% afsláttur af nývirði.