Vikuáskorun vikuna 13. – 20.1.

Nú er þorrinn er genginn í garð og í fylgd hans hefðbundið veðurfar. Veðurfar sem á það til að virka letjandi á það að fara út fyrir dyr með græjurnar. Því hefur verið haldið fram að það sé samasem merki á milli vonds veðurs og góðra ljósmynda. Ekki er víst að það passi í öllum tilvikum – en í vondum veðrum er hægt að negla skemmtilega dramatískar myndir. Áskorun vikunnar er „Veður“ og vonandi verður það hvatning til þess að félagar drífi sig út og myndi þorraveðrið.

Vikuáskorun 23. – 31.12.2021

Einhvern veginn verður ekki hjá því komist að jólin taka mikinn hluta af athygli fólks þessa dagana. Það sama á við um það sem flestir tengja við jólin, nefnilega matinn.
Áskorun vikunar er að taka/birta svart hvítar myndir af jólamat í víðum skilningi þe matnum sjálfum og öllu sem honum tengist.

Myndin hér að neðan er macro af portobellosveppi. Portobellosveppir eru uppistaðan í jólasósunni á mínu heimili, án þeirra engin jól.

Með ósk um gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.

Ný vikuáskorun: Sjálfsmynd

Vikuáskorun Ingibjargar að þessu sinni er tilkomin vegna áhrifa af síðasta fundi Fókus þar sem Birta sýndi okkur fallegar og skemmtilegar sjálfsmyndir og fleira sem hún hefur tekið.
Hér https://www.fokusfelag.is/spjall/viewtopic.php?f=25&t=498 má finna tillögur en eins og áður er það ímyndunaraflið sem spilar stærsta hlutverkið.
Höfum gaman og sleppum fram af okkur beislinu. Góða skemmtun.

Mynd: Antoine Beauville á Unsplash

Haustferð á Snæfellsnes 29. – 31.10.

Nú eru tvö laus pláss í haustferðina – áhugasamir meðlimir geta haft samband við Ólaf Jónsson olijons@jons.is eða Ingunni Sigurðardóttur ingunn.sigurdar@gmail.com.
Veðurguðirnir hjá yr.no lofa sæmilegum skilyrðum – tiltölulega rólegu en köldu veðri, smá snjókomu og skýjuðu að mestu.
Frekari upplýsingar er að finna í tölvupósti sem var sendur á alla meðlimi í síðustu viku. Fyrir skráða þátttakendur hefur verið komið á fót spjallrás á messenger til þess að auðvelda skipullag varðandi gistingu og akstur. Þeim sem skrá sig í lausu plássin er bent á að láta ferðanefnd vita með tölvupósti á ehlaxdal@gmail.com

Haustkeppni Fókus 2021 í boði Origo

Þemað er haustið eða allt sem því tengist, hvort sem það er Hrekkjavaka, Októberfest, Friðarsúlan, dags- eða helgarferð Fókus já eða bara gult laufblað í garðinum hjá þér. Sigurvegarar keppninnar verða tilkynntir á miðjum kvöldfundi þann 16. nóvember og verða verðlaun afhent á staðnum til þeirra sigurvegara sem verða viðstaddir á kvöldfundinum. Kynnið ykkur keppnina betur á spjallinu okkar hér.

Ný vikuáskorun: Haust

Í gær kom ný vikuáskorun inn á spjallið okkar góða. Að þessu sinni er þemað Haust. Nánari upplýsingar má finna hér.

Við hvetjum alla til að taka þátt í vikuáskoruninni og ekki skemmir fyrir þessi fína grein hér að neðan sem Tryggvi Már tók saman, 7 góð ráð fyrir haustlitina.

Að lokum minnum við á hugmyndasöfnun fyrir vikuáskoranirnar þar sem allir geta haft áhrif með því að koma sínum hugmyndum á framfæri.

Leirvogsá í haustbúning 2020. Ljósmynd: Daðey Arnborg Sigþórsdóttir