Starfið hefst aftur eftir jólafrí

Þá er félagsstarfið í Fókus að hefjast aftur eftir jólafrí.

Skilafrestur fyrir myndir á sýningu félagsins rennur út á miðnætti í dag, 9. janúar.

Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 10. janúar þar sem við fáum m.a. stutta kynningu frá Myndstef um ýmis réttindmál ljósmyndara.

Þann 24. janúar verður síðan félagsfundur þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari mun segja frá ýmiss konar verkefnum sem hann hefur unnið.

Ferðanefndin mun hefja sitt starf núna á fyrstu vikum ársins og opnað verður fyrir innsendingar félagsmanna í árbók félagsins.

Þannig að það er margt um að vera og líflegt starf framundan næstu mánuði.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.

Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt

Þriðjudagskvöldið 6. desember fór fram jólafundur Fókus. Dagskráin var einföld eins og venjan er á jólafundum. Að þessu sinni var haldið bingó, þar sem félagsmenn gátu unnið vinninga frá Reykjavík Foto. Að loknu bingói nutu félagar samverunnar með veitingum og ljósmyndatengdu spjalli.

Lesa áfram „Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt“

Stjórn og nefndir starfsárið 2022-2023

Framhaldsaðalfundur Fókuss var haldinn í gær og fór fram kosning bæði í stjórn og nefndir félagsins.

Stjórn Fókuss skipa:
Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, formaður
Guðjón Ottó Bjarnason, varaformaður
Kristján U. Kristjánsson, gjaldkeri
Þorkell Sigvaldason, ritari
Svanur Sigurbjörnsson, meðstjórnandi
Ósk Ebenesersdóttir, meðstjórnandi
Tryggvi Már Gunnarsson, meðstjórnandi

Sýningarnefnd skipa:
Ósk Ebensersdóttir
Svanur Sigurbjörnsson
Brynja Jóhannesdóttir
Kristján U. Kristjánsson

Ferðanefnd skipa:
Guðjón Ottó Bjarnason
Brynja Jóhannsdóttir
Anna Soffía Óskarsdóttir
Einar Björn Skúlason

Vorferð Fókus 26. – 29. Maí 2022

Niðurstaðan úr skoðanakönnun meðal félagsmanna var sú að flestir kusu að farið yrði á suðausturlandið í vorferðinni.
Gist verður á sveitahótelinu Árnanesi í 3 nætur. Hótelið liggur sunnan við þjóðveginn ekki langt frá flugvellinum á Höfn í Hornafirði

Ferðin er aðeins fyrir fullgilda meðlimi í Fókus, þ.e. þeir sem hafa greitt árgjald á þessu starfsári.

https://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g189960-d620732-Reviews-Arnanes_Country_Hotel-Hofn_East_Region.html

Gisting kostar 19500 með morgunmat nóttin fyrir 2 í herbergi. Verðið er því 29250 á mann fyrir þrjár nætur.

Pláss er fyrir 20 manns í ferðina.

Hvað dagskrá varðar þá verður það alveg frjálst – þ.e.a.s. ekkert. Fólk fer þangað sem það vill fara í félagsskapi þeirra sem þeir kjósa.
Ekki verður gert ráð fyrir sameiginlegum máltíðum fyrir utan morgunmatinn, nema að fólk komi sér saman um það eftir hentugleika.

Margt er að skoða og mynda í mikilfenglegri náttúru og mun ferðanefndin koma með uppástungur að áhugaverðum stöðum þegar nær dregur.

Frestur fyrir skráningu í ferðina er 1. Maí. Við skráningu á að greiða 29250 kr á reiking 537-26-16822 kt 680499-3149 og senda kvittun á ehlaxdal@gmail.com, ásamt upplýsingum um netfang ykkar. Skráning telst ekki gild fyrr en kvittunin hefur verið móttekin. Skráning er bindandi, þ.e. þeir sem hætta við ferðina verða sjálfir að finna annan gildan meðlim í sinn stað.

Ef fullbókað verður í ferðina er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að meðlimir finni sjálfir gistingu og taki þannig þátt í ferðinni.

Vordagskrá og fleira

Vordagskrá Fókus 2022 er komin upp og er aðgengileg á heimasíðunni okkar. Framundan glæsilegt tímabil hjá Fókus í kjölfar lítillar starfsemi undanfarin tvö ár vegna faraldursins sem loksins virðist vera að ljúka, 7-9-13.

Sömuleiðis eru komnar ítarlegri upplýsingar varðandi ljósmyndasýninguna okkar fyrir þá sem vilja nýta sér ICC litaprófíl frá Ljósmyndaprentun.is sem sér um prentun myndanna okkar. Ef þig langar að sjá mynd frá þér á sýningunni sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor er ekkert annað í stöðunni en að einfaldlega skrá sig í félagið og taka þátt. Við mælum með að áhugasamir kíki á Samnorræna ljósmyndasýningu í Hörpunni sem opnar föstudaginn 18. febrúar, en myndirnar þar eru prentaðar af sama aðila og mun prenta okkar sýningu.

Einnig er komið upp stafrænt afrit af Árbók Fókus 2021.

Hlökkum til að sjá ykkur í starfinu á komandi starfstímabili.