Fókusmynd mánaðarins

Nú er fyrstu keppninni lokið og tóku 17 manns þátt og 37 gáfu atkvæði. Þessi fyrsta keppni var jafnframt tilraunakeppni til þess að prófa kerfið og sjá hvað þarf að bæta. Næsta keppni verður styrkt af Canon á Íslandi og mun sigurvegari keppninnar hljóta Canon Selphy CP1300 ljósmyndaprentara í verðlaun að verðmæti 24.990. Keppnin er öllum opin, einnig þeim sem eru ekki félagar í Fókus. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á spjallið til að öðlast þátttökurétt.

Sigurvegarar janúarkeppninnar 2020:

1. sæti:
Gatklettur á Arnarstapa
eftir Guðjón Ottó Bjarnason
2. sæti:
Skál fyrir Fókus
eftir Arngrím Blöndahl
3. sæti:
Forystumaður
eftir Ragnhildi Finnbjörnsdóttur