Síða 1 af 1
Göturölt með Gunnari Frey og félögum 21.01.2021
Sent: Fös Jan 22, 2021 8:35 am
af Elin Laxdal
Gunnar Freyr hóaði eftir félögum að rölta með (eða á eftir) á FB og varð úr að við vorum 5 sem töltum um með græjurnar okkar í kuldanum í miðbænum í gærkvöldi.
Það voru mjög fáir á ferli eins og búast má við í Kófinu, miðborgin eins og ég man eftir henni að kvöldlagi fyrir 40 árum síðan. Hér koma nokkrar af minniskortinu mínu.
Það væri gaman að fá að sjá myndir hér frá fleiri þátttakendum.
Re: Göturölt með Gunnari Frey og félögum 21.01.2021
Sent: Fös Jan 22, 2021 9:10 am
af Gunnar_Freyr
Flottar myndir. Gott að þetta kvöld gaf ávöxt

. Ég fór aðea leið, var að leika mér að taka myndir á allt að 10.000 í ISO og ekkert hræddur við að hafa þær hreyfðar. Ég kemst vonandi í að setja myndir inn í kvöld
Re: Göturölt með Gunnari Frey og félögum 21.01.2021
Sent: Lau Jan 23, 2021 10:02 am
af Gunnar_Freyr
Hér eru nokkrar myndir frá mér frá þessu skemmtilega rölti. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá hef ég gaman að því að taka svarthvítar street myndir, tæknilega ófullkomnar, hátt ISO, mikið grain, hreyfðar og ekki í fókus o.s.frv. Ég frábið mér allar ábendingar um þá tæknilegu galla, myndirnar eiga að vera svona

Ég fagna hins vegar allri gagnrýni á myndbyggingu, túlkun á viðfangsefninu, lýsingu og þess háttar.
Ég mynda mest fólk þegar ég mynda mér til ánægju., Það er orðið á svo gráu svæði hvað má og alltaf er verið að þrengja þær reglur svo kannski eru þetta kolólöglegar myndir

Re: Göturölt með Gunnari Frey og félögum 21.01.2021
Sent: Lau Jan 23, 2021 9:48 pm
af FilippusJó
Mjög góðar og áhugaverðar myndir.
Re: Göturölt með Gunnari Frey og félögum 21.01.2021
Sent: Sun Jan 24, 2021 11:14 am
af Saemundur
Re: Göturölt með Gunnari Frey og félögum 21.01.2021
Sent: Sun Jan 24, 2021 7:02 pm
af Elin Laxdal
Skemmtilegar myndir Sæmundur.