Stúdíóið opnast aftur
Sent: Mið Maí 20, 2020 3:45 pm
Loksins, loksins fékk ég fólk aftur í litla stúdíóið á mánudaginn.
Þetta var, eins og vanalega, skemmtilegt en það var smá óvenjulegt og erfitt tvist í þessu, þar sem um var að ræða svartklædda presta með dökkum / svörtum bakgrunni. Hann Bolli vinur minn leyfði mér að deila einni þessara mynda með ykkur.
Bolli er lýstur með stóru octoboxi með honeycomb griddi, sem er staðsett nánast alveg 90° vinstra megin við myndavélina. Til þess að fá teikningu í axlirnar og örlítil mun á fötunum og bakgrunninum setti ég ljós með litlu softboxi fyrir aftan hann, hátt uppi og beindi þeim í átt að vélinni og svolítið niður. Þar sem ljós úr svona softboxum án grids fer út um allt var trikkið að beina þeim þanngi að þau rétt svo lýstu axlirnar en restin af ljósinu fór eitthvert allt annað. Og til þess að það bánsaði ekki til baka þurfti ég að nota svart áklæði á alla ljósa flesti í nágrenninu.
Virkilega skemmtileg myndataka og klerkurinn ljómandi sáttur við myndirnar
Þetta var, eins og vanalega, skemmtilegt en það var smá óvenjulegt og erfitt tvist í þessu, þar sem um var að ræða svartklædda presta með dökkum / svörtum bakgrunni. Hann Bolli vinur minn leyfði mér að deila einni þessara mynda með ykkur.
Bolli er lýstur með stóru octoboxi með honeycomb griddi, sem er staðsett nánast alveg 90° vinstra megin við myndavélina. Til þess að fá teikningu í axlirnar og örlítil mun á fötunum og bakgrunninum setti ég ljós með litlu softboxi fyrir aftan hann, hátt uppi og beindi þeim í átt að vélinni og svolítið niður. Þar sem ljós úr svona softboxum án grids fer út um allt var trikkið að beina þeim þanngi að þau rétt svo lýstu axlirnar en restin af ljósinu fór eitthvert allt annað. Og til þess að það bánsaði ekki til baka þurfti ég að nota svart áklæði á alla ljósa flesti í nágrenninu.
Virkilega skemmtileg myndataka og klerkurinn ljómandi sáttur við myndirnar
