Varsjá
Sent: Sun Des 22, 2019 1:12 pm
Sælir félagar,
Ég skrapp til Varsjá um daginn og auðvitað greip ég myndavélina með og prófaði nýju Sigma 30mm, 1,4f linsuna mína í leiðinni. En vélin mín er ekki „Full-frame“ þá virkar 30mm linsan svipað og 50mm sem ég er alvön á filmuvélunum mínum. Þannig að mér leið eins og ég væri komin heim með þessa linsu og tók mikið af myndum sem mér finnst flottar í þessari ferð. En nú í fyrsta skiptið tók nokkrar myndir „bracket-aðar“ til að prófa HDR. Í þessum gömlu bæjum erlendis er oft svo mikið um flotta liti sem ég vildi reyna að draga fram. Ég var ekki með þrífót og neyddist því til að halda á henni en studdi mig við vegg til að halda vélinni stöðugri. Það slapp fyrir horn og ég er nokkuð sátt með þessar miðað við fyrstu tilraun
Hvað finnst ykkur?
Ég skrapp til Varsjá um daginn og auðvitað greip ég myndavélina með og prófaði nýju Sigma 30mm, 1,4f linsuna mína í leiðinni. En vélin mín er ekki „Full-frame“ þá virkar 30mm linsan svipað og 50mm sem ég er alvön á filmuvélunum mínum. Þannig að mér leið eins og ég væri komin heim með þessa linsu og tók mikið af myndum sem mér finnst flottar í þessari ferð. En nú í fyrsta skiptið tók nokkrar myndir „bracket-aðar“ til að prófa HDR. Í þessum gömlu bæjum erlendis er oft svo mikið um flotta liti sem ég vildi reyna að draga fram. Ég var ekki með þrífót og neyddist því til að halda á henni en studdi mig við vegg til að halda vélinni stöðugri. Það slapp fyrir horn og ég er nokkuð sátt með þessar miðað við fyrstu tilraun

Hvað finnst ykkur?