Opinn kynningarfundur & Lightroom 21. janúar 2020 - ALLIR VELKOMNIR
Sent: Fim Jan 16, 2020 10:51 pm
Svo hljóðar tilkynning frá formanninum ArngrímiFókus - félag áhugaljósmyndara heldur opinn kynningarfund þriðjudaginn 21. janúar nk.
Fundurinn verður haldinn í aðstöðu félagsins, Kelduskóla Korpu, Bakkastöðum 2, Grafarvogi. Fundurinn stendur frá 20.00 til 22.00
Fyrir hlé mun Arngrímur, formaður, kynna félagið og starfsemina. Að því loknu mun Kristján U. Kristjánsson hafa kynningu/sýnikennslu á vinnslu nokkurra mynda í myndvinnsluforritinu Adobe Lightroom.
Þeir sem vilja kynna sér starfið eru velkomnir og hvattir til að mæta og eiga kvöldstund í hóp áhugasamra ljósmyndara.


Til þess að þetta gangi upp þá verð ég að fá RAW skrá, þeas. .CR2, .CR3 (Canon), .NEF (Nikon), .ARW (Sony). .RAF (Fuji) og þar fram eftir götunum. Auðvitað lofa ég að myndin muni ekki fara neitt lengra en upp á myndvarpa þetta eina kvöld. Best ef þið getið sent ykkar myndir á myndir(hjá)fokusfelag.is, ég held að hámarksstærð viðhengja sem ég get tekið við sé 50 Megabæti, en sumar póstþjónustur takmarka sendingar við 25 Megabæti og ef þið getið ekki sent mér RAW skrá með tölvupósti þá er hægt að nota einfalda og ókeypis þjónustu sem heitir http://www.wetransfer.com til að senda skjölin til mín, bara slá inn netfangið þitt, mitt og festa skrána í viðhengi og bada-bing-bada-boom. Ef ég verð svo heppinn að fá ofboðslega margar myndir sendar, þá vona að ég að mér verði fyrirgefið ef ég vel úr þær myndir sem ég tel hafa mest tækifæri til að sýna stæla í Lightroom
