Síða 1 af 1
Hvert? Norðurljós
Sent: Mið Sep 23, 2020 3:50 pm
af Daðey
Utan-af-landi-manneskjan ég er alveg ferlega týnd þegar kemur að því að finna stað til að fara að mynda norðurljós - svona fyrir utan það augljósa, þar sem engin ský eru...
Hvert er hægt að fara ekki meira en klst fjarlægð svona þegar ljósin koma á virku kvöldi og maður þarf að vakna snemma næsta dag...
Er mikið að spá í vötn...og aðgengi fyrir framhjoladrifinn fólksbíl

Re: Hvert? Norðurljós
Sent: Mið Sep 23, 2020 5:13 pm
af Þorkell
Augljósu svörin fyrir vatn+auðvelt aðgengi+ekki meira en klukkustund frá Reykjavík eru Kleifarvatn og Þingvellir.
Re: Hvert? Norðurljós
Sent: Fim Sep 24, 2020 8:55 am
af kiddi
Eins og Þorkell segir eru Kleifarvatn og Þingvellir mjög aðgengilegir og fínir staðir fyrir norðurljós. Ég hef líka mjög mikið myndað norðurljós við Gróttu úti á Seltjarnarnesi og sömuleiðis í Hvalfirði, reyndar eru allar bestu norðurljósamyndirnar mínar frá þeim tveim stöðum.
Hér er t.d. ein frá Hvalfirði, frekar snemma í firðinum frá Reykjavík séð.
Light's Out by
Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
Önnur eldgömul frá Hvalfirði (2010):
The Stargazers by
Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
Gamlar frá Gróttu/Seltjarnarnesi (2010):
The Light House by
Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
The Aurora Borealis by
Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
Northern Beach by
Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
Re: Hvert? Norðurljós
Sent: Fim Sep 24, 2020 8:26 pm
af Ottó
Steinsnar frá Hafnarfirði er Hvaleyrarvatn.
Re: Hvert? Norðurljós
Sent: Þri Sep 29, 2020 4:01 pm
af FilippusJó
Við erum öll að eihverju leiti utan af landi. En þhér hafa verið sýndar Norðurljósamyndir teknar um klukktíma akstur frá borginni.
Re: Hvert? Norðurljós
Sent: Fim Des 24, 2020 1:22 pm
af Anna_Soffia
Svo er alveg vert að muna eftir Hafravatni. Stutt að skreppa. Annars hef ég stundum fari út á Geldinganeseiði og það getur alveg virkað ef ljósin eru sterk