Uppsetningin á sýningnunni
Sent: Lau Maí 30, 2020 10:56 pm
Sæl verið þið. Eins og þið vitið kannski opnar sýningin okkar á fimmtudaginn næstkomandi. Það er enn ýmislegt smotterí ógert en aðallega snýr það að því að setja upp myndirnar í salnum sjálfum. Nú erum við búin að skera og ramma inn allar myndirnar en það þarf að koma þeim öllum úr Hafnarfirði í Grafarvoginn og svo setja allt upp í samvinnu við sýningarstjóra Borgarbókasafnsins. Nú er bókasafnið opið frá 10-19 og höfum við þriðjudag og miðvikudag til að koma öllu á sinn stað. Það vill svo leiðinlega til að ég get ekkert losað mig frá vinnu þessa daga og gæti aldrei verið kominn fyrr en um kl 18 svo það verður hreinlega einhverjir vaskir félagar að stíga upp og vinna þetta með okkur því við erum nú ekki mörg í sýningarnefndinni sjálfri 
Sendið mér skilaboð hér inni eða á syning@fokusfelag.is ef þið getið eitthvað komið og aðstoðað í bókasafninu á þriðjudag og miðvikudag. Nánara skipulag fæðist þegar nær dregur
Sýningarnefndin

Sendið mér skilaboð hér inni eða á syning@fokusfelag.is ef þið getið eitthvað komið og aðstoðað í bókasafninu á þriðjudag og miðvikudag. Nánara skipulag fæðist þegar nær dregur

Sýningarnefndin