Síða 1 af 1
Hvað má gera betur með þessar? Ungbarnamyndir
Sent: Fim Jan 16, 2020 10:00 pm
af adakjon
Hæ hæ, hvernig gæti ég unnið þessar betur?
Re: Hvað má gera betur með þessar? Ungbarnamyndir
Sent: Fim Jan 16, 2020 10:31 pm
af kiddi
Í fyrsta lagi, innilega til hamingju með þetta gullfallega barn

Fyrstu tvær myndirnar finnst mér fullkaldar í lit, allavega í samhengi við næstu tvær myndir sem mér finnst vera mjög hlýjar og fallegar, með viðeigandi litapalettu fyrir viðfangsefnið sem barnið er. Semsagt litirnir í myndum #3 og #4 eru betri að mínu mati. Mynd #6 er þá full hlý og það mætti reyna að færa hana nær litunum í myndum #3 og #4. Ef þetta væri mitt barn og mínar myndir og ég ætlaði að prenta þær út og gefa ömmu og afa í jólagjöf, þá myndi ég velja #1 og #4

Re: Hvað má gera betur með þessar? Ungbarnamyndir
Sent: Fim Jan 16, 2020 11:32 pm
af adakjon
Takk. Ég er sammála með litina. Var sð reyna mig áfram og var ekki alveg sátt

enn góðar athugasemdir sem verða nýttar à morgun
