Síða 1 af 1
Upplausn á skjáum
Sent: Lau Júl 04, 2020 3:47 pm
af Guðrún
Hæ, finnst vera kominn tími á að uppfæra 15 ára gamla skjáinn minn (og tölvu), hvaða upplausn og kostum ætti ég að leita eftir bæði í skjá og í tölvu ??
Re: Upplausn á skjáum
Sent: Lau Júl 04, 2020 6:54 pm
af kiddi
Það sem er mest hægt að mæla með þessa dagana væri 27" skjár með 2560x1440 upplausn með IPS tækninni, en IPS skjáir eru langbestir með tilliti til myndvinnslu því þeir sýna góða litabandvídd og án þess að grána út í hornin eins og aðrar tegundir eiga til að gera.
Ég gæti mælt heilshugar með þessum t.d., þú færð hvergi meira fyrir peninginn og ég get vottað að AOC er gott merki þó það sé lítið þekkt:
https://www.tl.is/product/27-q27p1-ips- ... x1440p-has
Ef peningar eru ekki fyrirstaða, þá á ég svona sjálfur og er þvílíkt ánægður, 32" skjár með 4K upplausn og frábæra litabandvídd:
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/To ... 224.action
Hvað varðar tölvuna sjálfa, þá eru nær allar tölvur ansi góðar í dag með tilliti til myndvinnslu, Lightroom er jafn ömurlega hægvirkt á öllum tölvum

Sama hvort þær kosta 150þ. eða 500þ. Það sem skiptir mestu máli fyrir myndvinnslu (Lightroom/Photoshop) er að hafa hraðvirka gagnageymslu (SSD, m.2 drif) og helst ekki minna en 16 GB af vinnsluminni. Örgjörvi og skjákort eru eiginlega aukaatriði, ekki nema þú sért atvinnumaður sem þarf að vista út hundruðir mynda á hverjum degi.
Re: Upplausn á skjáum
Sent: Mán Júl 06, 2020 8:51 pm
af Guðrún
Takk fyrir upplýsingarnar
