Síða 1 af 1
Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Mið Sep 16, 2020 9:21 pm
af Arngrímur
Kvöldrölt gærkvöldins var að þessu sinni í Hólavallagarði, fjölmargir félagar lögðu leið sína í garðinn og var tekið mikið af myndum og ekki síður spjallað. Ég set hér eina mynd af leiði löngu horfinna ættingja sem ég hafði ánægju af að spreyta mig á í myrkrinu. Set einnig speglunarmyndir við Þjóðarbókhlöðuna sem gaman var að fanga á leið í bílinn. Takk fyrir ánægjulegt kvöld.
Re: Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Mið Sep 16, 2020 9:55 pm
af Ragnhildur
Töff myndir Arngrímur.
Ég er að koma mér upp úr ljósmyndalægð, en þetta var gott spark í rassinn að mæta með ykkur í gær. Það var gaman að hitta ykkur félagana, spjalla og smella nokkrum myndum af í leiðinni.
Hér eru nokkrar frá mér.
Re: Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Fim Sep 17, 2020 5:40 pm
af Daðey
Hér koma mínar myndir. Þetta var áskorun fyrir byrjanda eins og mig...en skemmtileg og mun öruglega fara aftur við tækifæri því á leiðinni út úr garðinum (búin að ganga frá vélinni) fannst mér ég sjá endalaust af "römmum".
Re: Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Fös Sep 18, 2020 5:49 pm
af Ottó
Virkilega gaman að sjá hvað margir komu.
Re: Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Fös Sep 18, 2020 9:46 pm
af einar
Hér koma 3 myndir frá kvöldröltinu í Hólavallagarði. Á neðstu myndinni reyndist legsteinninn lengst til vinstri í legsteinaröðinni vera legsteinn Magnúsar Ólafssonar, sem var einn af brautryðjendum í ljósmyndun á Íslandi. Hann lést árið 1937 og margar mynda hans eru varðveittar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Re: Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Sun Sep 20, 2020 5:42 pm
af Ellertbg
Hæ
Loksins náði ég að herja út fáeinar myndiir úr myndavélinni.
Re: Kvöldrölt í Hólavallagarði
Sent: Sun Sep 20, 2020 7:34 pm
af Þráinn
Hérna koma 6 myndir í viðbót frá Hólavallakirkjugarði.
Fyrst ein svart-hvít fyrst lýsingin var að stríða manni stundum:

- _IMG0716.JPG (393.97 KiB) Skoðað 103950 sinnum
Mér fannst gamaldags ljósastaurarnir skapa stemmingu:

- _IMG0731.JPG (222.03 KiB) Skoðað 103950 sinnum
Svo fann ég mér jurtir að mynda eins og svo oft áður:

- _IMG0737.JPG (106.33 KiB) Skoðað 103950 sinnum
Svo kenndi Fririk mér nýja aðferð til að taka hreyfðar myndir, með því að snúa vélinni á þrífætinum meðan myndin er tekin:

- _IMG0740.JPG (170.7 KiB) Skoðað 103950 sinnum

- _IMG0744.JPG (153.37 KiB) Skoðað 103950 sinnum
og ég prófaði líka svipað handhelt:

- _IMG0754.JPG (139.61 KiB) Skoðað 103950 sinnum