Það var hátíðlegt í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 20. febrúar þegar rétt um 100 manns mættu á opnun samsýningar Fókus, Andstæður. 38 félagar sýna þar fjölbreyttar myndir sem allar tengjast þemanu á einhvern hátt.
Lesa áfram „Samsýning Fókus 2025 opnuð“Category: Fréttir
Sýning verður til
Í gærkvöldi mætti vaskur hópur félagsmanna í Gallerí Gróttu á 2. hæð á Eiðistorgi og setti upp samsýningu 38 félaga.
Lesa áfram „Sýning verður til“Svarthvítt myndvinnslukvöld
Fyrsti kvöldfundur ársins var haldinn þriðjudaginn 28. janúar. 31 félagi mætti til að fylgjast með og taka þátt í svarthvítri myndvinnslu.
Lesa áfram „Svarthvítt myndvinnslukvöld“Vordagskráin birt
Fókus vaknar á ný eftir jólafrí og glæsileg vordagskrá er óðum að taka á sig mynd. Að vanda verður boðið upp á fræðslu og fyrirlestra, langar og stuttar ferðir og kvöldrölt, ásamt sýningu og árbók.
Lesa áfram „Vordagskráin birt“Haustdagskrá 2024
Nú fer líf að færast í Fókus aftur eftir sumarfrí. Framundan eru kvöldfundir, kaffihúsahittingar, kvöldrölt, dagsferðir og helgarferðir á starfsárinu sem fer að byrja. Viðburðir verða kynntir sérstaklega með tölvupósti til félaga.
Dagskrána má sjá hér:
https://fokusfelag.is/dagskra-2024-haust/
Verið velkomin í Fókus:
https://fokusfelag.is/skraning-i-felagid/
Sýning, fundir og kvöldrölt
Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.
Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“Einu sinni var
Verið velkomin á „Einu sinni var“, sýningu sem er hönnuð með það í huga að bjóða þér í ferðalag um slóðir þar sem mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós. Myndirnar sem hér eru geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.
Lesa áfram „Einu sinni var“Ljósmyndun sem listmiðill

María Kjartansdóttir. Mynd: Ósk Ebenesersdóttir.
María Kjartansdóttir, listrænn ljósmyndari, kom til okkur með fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Ljósmyndun sem listmiðill“. Þar fór María yfir vegferð sína sem ljósmyndari og hvernig stíll hennar hefur þróast í gegnum árin en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum og sýningum og unnið til ýmissa verðlauna.
Lesa áfram „Ljósmyndun sem listmiðill“Fréttir af félagsstarfi
Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar í starfinu hjá okkur. Fyrirlestrar, opin hús, dagsferð og heimsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hér koma stuttar frásagnir af helstu viðburðum og myndir.
Lesa áfram „Fréttir af félagsstarfi“Félagsstarfið komið á fullt
Það er óhætt að segja að félagsstarfið í Fókus hafi farið kröftulega af stað. Kynningarfundurinn í september var fjölmennur, góð þátttaka í kvöldrölti, vel heppnuð ferð í Kerlingarfjöll og myndasýning á opnu húsi.
Lesa áfram „Félagsstarfið komið á fullt“